Elvar Örn Jónsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/EPA

Elvar Örn Jónsson og samherjar hans í Skjern tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar með því að leggja SönderjyskE, 32:27, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Sveinn Jóhannsson skoraði tvö af mörkum heimaliðsins sem tapaði eftir sigur í þremur fyrstu leikjum sínum í úrvalsdeildinni sem vissulega er allt önnur keppni

Elvar Örn skoraði sex mörk í kvöld og var næst markahæstur hjá Skjern sem var með tveggja marka forskot eftir fyrri hálfleik.

Thea Imani Sturludóttir náði ekki að skora þegar lið hennar, Århus United, vann 22:17, á heimavelli. Hún kom ekki mikið við sögu í leiknum og átti til að mynda aðeins eitt markskot. Århus United er í ágætri stöðu í deildinni, situr í sjötta sæti með sjö stig þegar fimm leikjum er lokið.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Drætti frestað um sólarhring

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur frestað því að draga í riðla Evrópudeildarinnar í karlaflokki um sólarhring. Ástæðan er sú að í gærkvöld vaknaði...

Spámaður vikunnar – iðnaður, sjómenn, læðan, lambið gráa, þunnt loft

Spámaður vikunnar er fastur liður að morgni þess dags sem umferð hefst í Olísdeildum karla og kvenna. Í kvöld...

Molakaffi: Andersson með á ný – 25 ár frá fyrsta bikar

Mattias Andersson hefur tekið fram markmannsgallann á nýjan leik tveimur árum eftir að hann lagði hann frá sér nýþveginn upp á hillu....
- Auglýsing -