- Auglýsing -

Elvar hafði betur í Íslendingaslag í bikarnum

Elvar Ásgeirsson landsliðsmaður og leikmaður Nancy. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Elvar Ásgeirsson og samherjar í Nancy komust í kvöld áfram í frönsku bikarkeppninni í handknattleik er þeir lögðu Grétar Ara Guðjónsson og félaga hans í Nice, 25:23, í Nice í hörkuleik í 32-liða úrslitum keppninnar.


Nancy, sem leikur í deild fyrir ofan Nice, var með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 14:11.


Elvar skoraði tvö mörk í sex tilraunum. Grétar Ari stóð hluta leiksins í marki Nice og varði níu skot, 39% hlutfallsmarkvarsla.


Í frönsku 1. deildinni vann Montpellier mikilvægan sigur á Limoges, 30:29, á útivelli. Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannhópi Montpellier að þessu sinni.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -