- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn bestur í Tel Aviv – myndskeið úr leiknum

Elvar Örn Jónsson t.v. og Oddur Gretarsson í leiknum í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í sigurleiknum á ísraelska landsliðinu í Tel Aviv í gær í undankeppni EM. Þetta er niðurstaða tölfræðiveitunnar HBStatz sem tekið hefur saman helstu tölfræðiþætti leiksins. Viggó Kristjánsson var besti sóknarmaður íslenska liðsins, en hann lék aðeins síðari hálfleikinn. Elvar Örn þótt einnig skara framúr af varnarmönnum íslenska landsliðsins.


Báðir markverðir íslenska liðsins, Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson, voru afar góðir. Ágúst Elí varði samt hlutfallslega fleiri skot, 8 af 13, en stóð skemmri tíma í markinu. Viktor Gísli varði 10 af 25 skotum sem gerði 40% hlutfallsmarkvörslu. Ágúst Elí var með 61,5% hlutfallsmarkvörslu.


Elvar Örn skoraði fimm mörk í sex skotum, skapaði fjögur færi, átti eina sendingu sem leiddi af sér vítakast og var með fjórar löglegar stöðvanir í vörninni.


Varnareinkunn:
Elvar Örn Jónsson 7,1.
Arnar Freyr Arnarsson 6,7.
Gunnar Steinn Jónsson 6,7.
Ýmir Örn Gíslason 6,6.
Ómar Ingi Magnússon 6,4.
Sigvaldi Björn Guðjónsson 6,4.
Daníel Þór Ingason 6,2.

Sóknarleikur:
Viggó Kristjánsson 8,0.
Aron Pálmarsson 7,8.
Elvar Örn Jónsson 7,8.
Ómar Ingi Magnússon 7,7.
Sigvaldi Björn Guðjónsson 7,1.
Bjarki Már Elísson 6,4.
Oddur Gretarsson 5,9.

Heildareinkunn:
Elvar Örn Jónsson 7,6.
Ómar Ingi Magnússon 7,1.
Aron Pálmarsson 7,0.
Viggó Kristjánsson 7,0.
Sigvaldi Björn Guðjónsson 6,6.
Arnar Freyr Arnarsson 6,0.
Gunnar Steinn Jónsson 5,8.
Bjarki Már Elísson 5,8.
Tandri Már Konráðsson 5,5.
Daníel Þór Ingason 5,5.
Oddur Gretarsson 5,4.
Ýmir Örn Gíslason 5,3.
Teitur Örn Einarsson 5,3.
Sveinn Jóhannsson 5,3.

Hægt er skoða betur hvað stendur á bak við einkunnirnar hjá HBStatz með því að smella hér.

Hér líka hægt að sjá nokkur atriði úr leiknum í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -