- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Ekkert fær stöðvað þær norsku

Stine Bredal Oftedal fagnar í leiknum í kvöld en Þórir Hergeirsson er yfirvegunin uppmáluð henni að baki. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þessi leikur stóð undir væntingum framan af leik þar sem munurinn á liðunum var aðeins eitt mark í hálfleik 14-15. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum bitu þær norsku heldur betur frá sér og náðu fljótlega tíu marka forystu sem þær létu aldrei af hendi og tryggðu sér öruggan ellefu marka sigur 25-36. Norska liðið hefur nú unnið alla fimm leiki sína á mótinu og hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum í níunda skiptið í sögu EM. Króatar sem töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu lifa enn í voninni um að komast í undanúrslit. Til þess að svo verði þurfa þeir að vinna Þýskaland á þriðjudaginn.

Króatía – Noregur 25:36 (14-15)

  • Króatar byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrsta markið í leiknum en þær norsku voru fljótar að ranka við sér og náðu góðum 4-0 kafla og komust þremur mörkum yfir, 6-3, eftir sjö mínútna leik.
  • Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 10-9 fyrir Noreg og Þóri Hergeirssyni leist ekkert á spilamennsku sinna stúlkna og tók því leikhlé. Það virtist aðeins hressa þær norsku sem komust í 14-11. Þær króatísku héldu þó uppteknum hætti frá fyrri leikjum og létu ekki slá sig útaf laginu og náðu að minnka muninn niður í eitt mark 15:14 nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfleiks.
  • Það var mikill munur á fjölda sendinga hjá liðunum. Króatíska liðið sendi boltann 548 sinnum á milli sín á meðan það norska notaði aðeins 298 sendingar.
  • Seinni hálfleikurinn byrjaði á sömu nótum og þeim fyrri lauk þar sem liðin skiptust á að skora og eftir fimm mínútna leik voru þær norsku með eins marks forystu 18-19 en eftir það fór að draga í sundur með liðunum og þegar 11 mínútur voru liðnar var staðan orðin 20-24 fyrir Norðmenn.
  • Á þeim tímapunkti fór allt í baklás hjá króatíska liðinu þar sem þær skoruðu ekki mark næstu 10 mínúturnar á eftir og það er eitthvað sem er ekki vænlegt til árangurs á móti Noregi sem komst í ellefu marka forystu 20-31. Þá forystu létu þær norsku aldrei af hendi og unnu að lokum öruggan 11 marka sigur 25-36.
  • Henny Reistad var valin maður leiksins en hún skoraði 7 mörk úr 8 skotum og var auk þess með 2 stoðsendingar. Hjá Króötum var Camila Micijevic markahæst með 7 mörk.
  • Króatíska liðið var mun meira með boltann eða í 63% af leiktímanum á meðan það norska var aðeins með boltann 37%. Þá sendu þær króatísku boltann rúmlega helmingi oftar á milli sín en þær voru með 1.151 sendingu í leiknum en þær norsku aðeins 545.
  • Norska liðið er enn taplaust í mótinu og eru nú komið með 8 stig og jafnframt tryggt sæti í undanúrslitum. Króatar eru enn í góðri stöðu þrátt fyrir tapið en þeir þurfa að vinna lokaleik sinn í milliriðlinum gegn Þjóðverjum á þriðjudag.

Mörk Króatíu: Camila Micijevic 7, Ana Debelic 5, Valentina Blazevic 5, Dora Krsnik 2, Larissa Kalaus 2, Katarina Jezic 2, Stela Posavec 1, Tena Japundza 1.
Varin skot: Lucija Besen 6, Tea Pijevic 1.
Mörk Noregs:  Henny Reistad 7, Stine Oftedal 6, Veronica Kristiansen 5, Nora Mörk 5, Kari Dale 3, Camilla Herrem 3, Emilie Arntzen 2, Heidi Loke 2, Marit Jacobsen 2, Sanna Solberg 1.
Varin skot: Katrine Lunde 6, Silje Solberg 4.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -