EM: Elvar Örn á eitt af mörkum umferðarinnar – myndskeið

Elvar Örn Jónsson sækir að vörn Litháen í undankeppni EM í nóvember. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson

Elvar Örn Jónsson á eitt af fimm bestu mörkum fjórðu umferðar undankeppni EM2022 í samantekt Handknattleikssambands Evrópu, EHF.

Markið sem um er að ræða var 29. mark íslenska landsliðsins gegn Portgúal í Schenkerhöllinni á sunnudaginn. Markið var eitt fimm marka Elvars Arnar í leiknum. Með markinu kom Elvar Örn íslenska landsliðinu í tíu marka forskot, 29:19, en leiknum lauk með níu marka sigri Íslands, 32:23.


Elvar Örn er með íslenska landsliðinu í Kaíró í Egyptalandi en á fimmtudaginn hefst þátttaka Íslands á mótinu með leik við Portúgal.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin fimm. Mark Elvars Arnar er það þriðja í röðinni á þessu myndskeiði frá EHF.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Fjölnir tyllti sér aftur á toppinn

Fjölnismenn gefa toppsæti Grill 66-deild karla í handknattleik ekki eftir enda voru þeir búnir að sitja í efsta sæti deildarinnar þegar leikir...

Örn Ingi mætti til leiks og Víkingur vann með níu

Víkingar koma öflugir til leiks aftur eftir þriggja og hálfs mánaðar hlé á keppni í Grill 66-deildinni í handknattleik karla. Þeir tóku...

HK byrjaði vel eftir langt hlé

HK hóf keppni í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Vængjum Júpíters í Dalhúsum í Grafarvogi, 29:18,...
- Auglýsing -