- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Frakkar ætla að tryggja sæti í milliriðli – Danir á flugi

Fagna Jesper Jensen og leikmenn danska landsliðsins á EM í fyrra. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Önnur umferð í A-riðli Evrópumóts kvenna í handknattleik hefst klukkan 17.15 í dag með viðureign Evrópumeistara Frakka og Slóvena. Frakkar mörðu Svartfellinga í fyrst umferð í leik þar sem þeir voru undir fyrstu 50 mínúturnar. Hinn leikur riðilsins verður á milli heimamanna, Dana, og Svartfellinga og hefst klukkan 19.30. Danir eru svo sannarlega komnir á flug eftir öruggan sigur á Slóvenum á föstudagskvöld. Báðir leikirnir fara fram í Herning á Jótlandi. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga áður en sest er niður og fylgst með leikjum A-riðils.

A-riðill

Slóvenía – Frakkaland | kl 17.15 | Beint á RÚV2
Dómarar:
Ioanna Christidi / Ioanna Papamattheou (Grikklandi)

  • Frakkar geta með sigri í þessum leik tryggt sér sæti í milliriðlum en liðið vann leikinn sinn í 1. umferð gegn Svartfellingum 24-23.
  • Slóveníu hefur ekki tekist að komast í milliriðlakeppnina á síðustu fjórum Evrópumeistaramótum og tap í þessum leik eykur líkurnar á því að sú verði raunin fimmta mótið í röð.
  • Siraba Dembele vinstri hornamaður franska liðsins heldur áfram að bæta leikjamet sitt með hverjum leiknum. Leikurinn í dag verður hennar 48. leikur á EM og það gerir hana að næst leikjahæsta leikmanni lokakeppni EM.
  • Franska liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð á EM og er aðeins tveimur leikjum frá því að jafna met sitt sem eru sex sigurleikir í röð á árunum 2010-2012.
  • Frakkar hafa unnið ellefu af þeim þrettán leikjum sem þjóðirnar hafa spilað. Tveir af þessum þrettán leikjum hafa verið á EM þar sem Slóvenum hefur ekki tekist að skora fleiri en 21 mark í þeim leikjum.

Svartfjallaland – Danmörk | kl 19.30 | Beint á RÚV2
Dómarar:
Cristina Nastase / Simona-Raluca Stancu (Rúmeníu)

  • Danmörk tryggir sér farseðillinn í milliriðlana með sigri í þessum leik óháð öðrum úrslitum í riðlinum
  • Svartfellingar hafa unnið í það minnsta annan af fyrstu tveimur leikjum sínum á öllum fimm mótunum sem liðið hefur tekið þátt í.
  • Með sigri í þessum leik verða Danir aðeins annað liðið í sögu EM til þess að vinna 60 leiki. Aðeins Noregur hefur unnið fleiri leiki á EM.
  • Hinn danski Kim Rasmussen, þjálfari Svartfellinga er að mæta heimaþjóð sinni í þriðja skipti á þjálfaraferlinum. Hann hefur tapað báðum leikjum sínum gegn Dönum til þessa, á EM2014 þegar hann stýrði Pólverjum og svo á EM2016 þegar hann var þjálfari Ungverjalands.
  • Þjóðirnar hafa mæst átta sinnum á síðustu tíu árum og þar af hafa þrjár þessara viðureigna verið á EM. Danir hafa unnið tvo af þessum þremur leikjum. Minnistæður er háspennuleikur þessara þjóða á EM fyrir tveimur árum þar sem Danir sigruðu 24-23.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -