- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Heimsmeistararnir sluppu fyrir horn og vel það

Tess Wester markvörður hollenska landsliðsins og liðsfélagar dansa sigurdans á leikvellinum í Kolding eftir sigurinn á Ungverjum í kvöld. Sæti í milliriðli var í höfn og tvö stig í farteskinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Holland – Ungverjaland 28:24 (13:15)
Heimsmeistarar Hollands tryggðu sér sæti í milliriðlakeppni EM í handknattleik kvenna í kvöld með fjögurra marka sigri á Ungverjum, 28:24. Hollenska liðið, sem virtist vera á útleið í keppninni, fer þar með áfram í milliriðil með tvö stig en Ungverjar ekkert. Serbar, sem unnu Hollendinga í fyrstu umferð, er þar með úr leik og halda heim í fyrramálið. Þeirra eina von var að að hollenska liðið fengi alls ekki meira en eitt stig úr viðureigninni við Ungverja.

Hollenska liðið lék afar vel síðustu 20 mínútur leiks. Fram að því var ungverska liðið sterkara. Það átti fá svör við sterkum varnarleik Hollands þegar á leið leikinn. Hollenska liðið virðist í afar góðu formi.

  • Eftir að Ungverjar komst yfir, 8:7, að loknum 13 mínútum voru þeir með yfirhöndina allt til loka fyrri hálfleiks.
  • Hollendingum tókst ekki að jafna metin aftur fyrr en í 19:19, þegar 19 og hálf mínúta var til leiksloka.
  • Dione Househeer kom Hollandi yfir, 21:20 þega 16 og hálf mínúta var eftir. Þeir náðu tveggja marka forskoti í kjölfarið.
  • Ungverjum tókst aldrei að jafna metin aftur í leiknum þótt Hollendingar hafi á stundum fært þeim boltann á silfurfati.
  • Sigur þýðir að Hollendingar fara áfram með tvö stig í milliriðil. Ungverjar ekkert. Krótar voru efstir með fjögur stig.
  • Liðin töpuðu boltanum fjórtán sinnum hvort.
  • Ungverjar voru með boltann í 57% af leiktímanum – Hollendingar 43%. Tölurnar segja talsvert um leikstíl liðanna.

    Mörk Hollands: Kelly Dulfer 8, Angela Malestein 5, Danick Snelder 3, Dione Househeer 3, Laura van der Heijden 3, Debbie Bont 2, Bo van Wetering 2, Lois Abbingh 1, Larissa Nusser 1.
    Varin skot: Tess Wester 9.
    Mörk Ungverja: Szandra Szollosi-Zacsik 4, Aniko Kovacsics 4, Noemi Hafra 4, Viktoria Lukacs 3, Fanny Helembai 2, Katrin Gitta Klujber 2, Greta Marton 2, Petra Tovizi 2, Nadine Schatzl 1.
    Varin skot: Blanka Bíró 8.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -