- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Króatar vilja halda áfram að skrifa söguna

Króatíska landsliðið hefur vakið þjóð sína upp af værum blundi. Mynd/Stanko Gruden / kolektiff
- Auglýsing -

Það er enn að miklu að keppa í milliriðli tvö á EM kvenna í handknattleik en stærsta spurning dagsins er hvaða lið mun fylgja því norska í undanúrslitin. Það verður annað hvort Króatía, sem vonast til að ná í fyrsta skipti inní undanúrslit, eða Þýskaland. Þjóðverjar hafa ekki komist í undanúrslit á EM í 12 ár. Hollendingar munu spila upp á stoltið og freista þess að ná að spila um 5. sætið en þær norsku vonast eftir vinna sinn tíunda leik í röð.

Holland – Rúmenía | kl 15.00 | Beint á RÚV
Dómarar: Vania Sa / Marta Sa (Portúgal) 

• Eftir að hafa misst af möguleikanum um sæti í undanúrslitum eiga heimsmeistarar Hollendinga enn möguleika á að spila um 5. sætið. Til þess af því verði þurfa þeir að sigra Rúmena sem og að Króatar vinni Þjóðverja. 
• Ef Rúmenar tapa þessum leik þá lenda þeir í 12.sætinu sem yrði versti árangur þeirra á EM. Versti árangur liðsins til þessa er 11. sæti á EM 1998 
• Tess Wester matkvörður Hollendinga hefur varið flest skot á mótinu til þessa eða 59 talsins eða um 31% af þeim skotum sem hún hefur fengið á sig. Hún er þó með lakari markvörslu hlutfallslega en þær rúmensku Denisa Dedu og Yuliya Dumanska eru búnar að verja 34% af þeim skotum sem þær hafa fengið á sig. 
• Cristina Neagu og Lorena Ostase hafa borið uppi sóknarleik rúmenska liðsins en þær stöllur hafa skorað 53 af þeim 111 mörkum sem liðið hefur skorað eða 47,7%. 
• Liðin hafa mæst þrisvar sinnum áður og hafa Hollendingar unnið í öll skiptin 
• Rúmenar hafa ákveðið að gera breytingu á hópnum fyrir leikinn. Alexandra Dindiligan kemur inn í stað Lorena Ostase. 
• Hollendingar gera einnig breytingu á hópnum sínum. Nikita van der Vliet yfirgefur hópinn í stað Hamra van Krij.


Króatía – Þýskaland | kl 17.15 | Beint á RÚV2
Dómarar: Karina Christiansen / Line Hesseldal Hansen (Danmörku) 

• Vinni Þjóðverjar með tveimur mörkum eða meira munu þeir fara í undanúrslitin í fyrsta skipti síðan á EM 2008 
• Ef Króatar vinna komast þeir í undanúrslit í fyrsta skipti í sögu EM kvenna. Besti árangur þeirra til þessa er 5. sæti á EM 1994.
• Króatar skoruðu 126 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á mótinu sem er aðeins einu marki meira en Þjóðverjar hafa skorað. Hins vegar hafa Króatar aðeins fengið á sig 127 mörk en Þjóðverjar 135. 
• Þýskaland hefur unnið alla þrjá leiki þessara þjóða á EM til þessa. 
• Þjóðirnar mættust fjórum sinnum á síðasta ári þar af voru tveir af þeim leikjum í umspili um sæti á HM. Þjóðverjar unnu annan en seinni leikurinn endaði með jafntefli 

Ungverjaland – Noregur | kl 19.30 | Beint á EHFTV.com
Dómarar: Ioanna Christidi / Ioanna Papamattheou (Grikklandi) 

• Noregur tryggði sér toppsætið í riðlinum á sunnudag með stórsigri á Króötum 
• 26. mark Ungverja í leiknum verður 2.500 mark sem ungverskt landslið skorar á EM kvenna. Aðeins Noregur og Danmörk hafa náð þeim áfanga til þessa. 
• Norska liðið hefur unnið níu leiki í röð núna og getur bætt þeim tíunda við. Aðeins tvö önnur lið hafa unnið 10 leiki eða fleiri í röð á EM. Danmörk vann 18 leiki í röð á árunum 1994-1998 og Noregur vann 16 leiki í röð á árunum 2004-2006. 
• Vinni Noregur þennan leik þá verður það í fjórða skiptið í sögu EM sem að lið vinnur alla leiki sína í riðlakeppninni og milliriðlakeppninni. 
• Kartrine Lunde markvörður norska liðsins verður í dag þriðji leikmaðurinn til þess að spila 50 leiki á EM. Þær Sirabe Dembele og Karoline Dyhre Breivang hafa báðar spilað 52 leiki.
•Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs gerði eina breytingu á liði sínu í morgun. Marta Tomac kemur inn liðið fyrir Veronicu Kristiansen sem situr yfir kvöld en verður væntanlega klár í slaginn í undanúrslitaleik á föstudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -