- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM-milliriðill 2: Örlög heimsmeistaranna ráðast

Leikmenn króatíska landsliðsins einbeittir á svip fyrir einn leikjanna á EM. Mynd/Stanko Gruden /kolektiff
- Auglýsing -

Úrslit leiks Noregs og Hollendinga munu ráða miklu um örlög þeirra í milliriðli. Vinni norska liðið leikinn fer það langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Úrslitin mun einnig gera út um vonir hollenska um sæti í undanúrslitum þar sem þær hefur nánast átt fast sæti á undanförnum stórmótum.  Á undan viðureign Noregs og Hollands fer fram leikur Rúmena og Króata þar sem verður fróðlegt að sjá hvort Króötum tekst að halda áfram að koma handboltaheiminum á óvart.

Króatía – Rúmenía | kl 17.15 | Beint á EHFTV.com
Dómarar:
Viktoriia Alpaidze / Tatyana Berezkina (Rússlandi)

  • Króatar hafa aldrei byrjað betur í sögu EM. Þeir unnu alla sína leiki í riðlakeppninni. Með sigri á Rúmenum verður það fjórði sigurleikurin í röð á EM og met hjá þeim.
  • Rúmenar eru að hefja leik án stiga og það er í fyrsta skipti eftir að nýtt fyrirkomulag var tekið upp að Rúmenar mæta til leiks í milliriðli án stiga.
  • Rúmenar hlutu þann vafasama heiður að vera með lélegustu skotnýtinguna í fyrstu þremur leikjunum. Hún var 48%.
  • Þetta verður 50. leikur Króata á EM en aðeins tíu aðrar þjóðir hafa náð þeim áfanga til þessa.
  • Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður. Rúmenar alltaf unnið.
Mikið er í húfi hjá hollenska landsliðinu í dag, sæti í undanúrslit. Mynd/Stanko Gruden/kolektiffimages

Holland – Noregur | kl 19.30 | Beint á RÚV2
Dómarar:
Ioanna Christidi / Ioanna Papamattheou (Grikklandi)

  • Norska liðið hefur unnið sjö leiki í röð á EM frá árinu 2018 Einnig hefur það skorað flest mörk á mótinu til þessa, 105.
  • Nora Mörk hefur skorað 22 mörk á mótinu og er markahæst í norska liðinu en hjá því hollenska hefur hægri skyttan, Kelly Dulfer, skorað flest mörk, 14.
  • Noregur hefur keppni í milliriðlinum með fjögur stig en Hollendingar eru aðeins með tvö stig.
  • Eftir að Hollendingar fóru að gera sig gildandi á stóra sviðinu fyrir fimm árum hafa þessar þjóðir mæst sex sinnum á jafnmörgum árum. Norska liðið hefur unnið í fimm skipti.
  • Noregur og Holland léku til úrslita á EM 2016 þar sem Noregur sigraði, 30-29, í æsispennandi leik. Noregur hefur unnið leikina þrjá sem liðin hafa leikið á Evrópumeistaramóti.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -