- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Norðmenn kjöldrógu heimsmeistarana

Norka Mörk með boltann í leiknum við Hollendina. Hún skoraði átta mörk og átti fjölda stoðsendinga. Mynd/Stanko Gruden / kolektiff
- Auglýsing -

Norska landsliðið undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirsson, kjöldró heimsmeistara Hollendinga í fyrsta leik liðanna í millriðli á EM í handknattleik kvenna í kvöld. Lokatölur voru 32:25, en norska liðið slakaði verulega á klónni síðustu mínúturnar. Ríflega tíu mínútum fyrir leikslok var munurinn 11 mörk, 28:17. Norðmenn voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16:10.

Þar með steig norska liðið mikilvægt skref í átt að undanúrslitum keppninnar. Næsti leikur Norðmanna á mótinu verður gegn spútnikliði Króata sem einnig eru taplausir á mótinu eftir fjóra leiki.


Frakkland er einnig í góðri stöðu, eins og Norðmenn. Frakkar unnu granna sína frá Spáni, 26:25, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 16:10. Um tíma í síðari hálfleik leit út fyrir að Frakkar bæru öruggan sigur úr býtum. Spænska liðið lifnaði við undir lokin og tókst að velgja Frökkum aðeins undir uggum en lánaðist ekki að krækja í annað stigið.

Mörk Hollands: Angela Malestein 5, Lois Abbingh 4, Laura van der Heijden 3, Debbie Bont 3, Larissa Nusser 3, Bo van Wetering 2, Kelly Dulfer 2, Dione Housheer 2, Danick Snelder 1.
Varin skot: Tess Wester 10, Rinka Duijndam 1.
Mörk Noregs: Nora Mörk 8, Stine Oftedal 5, Henny Reistad 4, Stine Skoglund 4, Kari Dale 4, Camilla Herrem 2, Emilie Arntzen 1, Veronica Kristiansen 1, Heidi Löke 1, Marit Jacobsen 1, Sanne Charlotte Solberg Isaksen 1.
Varin skot: Katrine Lunde 11, Rikke Granlund 1.

Alexandra Lacrabere í þann mund að skora eitt af fimm mörkum sínum gegn Spánverjum. Mynd/EPA

Mörk Frakklands: Alexandra Lacraberre 5, Siraba Dembele Pavlovic 4, Grace Zaadi Deuna 4, Kaludiatou Niakate 3, Chloe Valentini 2, Pauletta Foppa 2, Estelle Nze Minko 2, Oceane Sercien Ugolin 1, Laura Flippes 1, Orlane Kanor 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 8, Cleopatre Darleux 1.
Mörk Spánar: Carmen Martín 9, Carmen Campos 3, Silvia Arderius 2, Jennifer Gutierrez 2, Lara Gionzelez 2, Kaba Gassama 2, Mireya Gonzalez 2, Ainhoa Hernandez 1, Nerea Pena 1, Marta Lopez 1.
Varin skot: Silvia Navarro 5, Mercedes Castellanos 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -