- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Ólík reynsla mætist í undanúrslitum

Camila Micijevic markahæsti leikmaður Króata á EM verður í eldlínunni gegn Frökkum í undanúrslitum í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fyrri undanúrslitaleikur EM kvenna í handknattleik í kvöld verður á milli ríkjandi Evrópumeistara Frakka og spútnikliðs Króata. Reynsla þessara liða af svona leikjum er mjög ólík. Króatar eru að taka þátt í undanúrslitum í fyrsta skipti en Frakkar eru hins vegar vel sjóaðir á því sviði og hafa unnið til tíu verðlauna. Fyrir þetta mót hafði Króatía ekki unnið leik á tveimur Evrópumeistaramótum í röð.

Frakkland – Króatía | kl 17.00 | Beint á RÚV2
Dómarar:
Karina Christiansen / Line Hesseldal Hansen (Danmörku)

  • Króatar settu met á þessu móti yfir flesta sigurleiki í röð en þeir unnu fjóra fyrstu leikina. Fyrsta tapið var gegn Noregi en það er jafnframt eina tapið til þessa.
  • Þetta er þriðja Evrópumeistaramótið í röð þar sem Frakkar komast í undanúrslit. Alls hefur Frökkum tekist að komast þangað fimm sinnum. Þær stóðu uppi sem sigurvegarar á síðasta móti en unnu til bronsverðlauna 2002, 2006 og 2016.
  • Besti árangur Króata á EM til þessa er sjötta sæti árið 2008 í Norður-Makedóníu og 1996 í Danmörku.
  • Markahæsti leikmaður Króata, Camila Micijevic, er í fjórði markahæsti leikmaður mótisins með 30 mörk. Hin 194 sentímetra háa vinstri skytta verður lykilvopn Króata gegn ógnarsterkri vörn Frakka.
  • Alexandra Lacrabere er markahæst í franska liðinu með 25 mörk. Hana vantar aðeins tvö mörk upp á að rjúfa 150 marka múrinn á EM. Lacrabere hefur skorað flest mörk fyrir Frakka í sögu EM.
  • Markvörðurinn Amandine Leynaud mun spila sinn 40. leik á EM í dag og þær Estelle Nze Minko og Grace Zaadi munu spila sinn 30. leik. Til þess að setja reynslu þessara liða í samhengi þá mun leikjahæsti leikmaður Króata spila sinn fimmtánda leik á EM í dag.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -