- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Staðreyndirnar liggja fyrir

Það voru danska landsliðinu vonbrigði að vinna ekki norska landsliðið í undanúrslitum á föstudaginn. Mynd/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -

Nú þegar nálgast lokin á Evrópumótinu í handknattleik kvenna og 42 leikjum af 47 er aðeins eitt lið taplaust, það norska. En ásamt þeim norsku eru tveir af fyrrverandi meisturum, Frakkar og Danir, og nýliðar, Króatía, í undanúrslitum. Rússar og Hollendingar leika um 5. sætið. Undanúrslitaleikir EM fara fram á föstudaginn. Meðan beðið er, er rétt að líta á helstu staðreyndir mótsins til þessa.

0 stig – Svíum og Rúmenum tókst ekki að fá stig í þrem leikjum í milliriðlinum.

1 – Króatar eru að taka þátt í undanúrslitum á EM í fyrsta skipti

1 – Frakkar eru eina liðið í undanúrslitunum á þessu móti sem var líka í undanúrslitum fyrir tveimur árum. Norska liðið var áskrifandi af sæti í undanúrslitum til ársins 2016 og Danir spiluðu síðast í undanúrslitum á EM 2016.

2 af 18 leikjum í milliriðlunum enduðu með jafntefli. Svartfjallaland og Spánn skildu jöfn, 26:26 og leik Frakklands og Rússlands lauk 28:28. Af 42 leikjum til þessa hefur fjórum lokið með jafntefli.

2 – Í fyrsta skipti í sögu EM hafa tvær þjóðir náð í undanúrslit í bæði karla og kvenna flokki sama árið. En það gerðu Noregur og Króatía. Hins vegar hefur það gerst 11 sinnum að ein þjóð eigi lið í undanúrslitum í báðum kynjum á sama ári: Danmörk 1994, 2002, 2004 og 2010, Frakkland 2006 og 2018, Rússland 2000, Þýskaland 2008, Serbía 2012, Spánn 2014 og Noregur 2016.

2 norskar  leiða listann yfir varin skot. Marit Malm Frafjord hefur varið 12 skot og Kari Dale 9. Hin danska Line Haugsted og hin króatíska Camila Micijevic hafa einnig varið 9 skot.

3 fyrrverandi Evrópumeistarar sem hafa samtals unnið 11 titla eru enn í baráttunni að þessu sinni. Noregur hefur sjö sinnum unnið (1998, 2004, 2006, 2008, 2010, 2014 og 2016), Danmörk hefur unnið þrisvar (1994, 1996 og 2002) og Frakkland hefur unnið einu sinni (2018). Þessar þjóðir hafa alls unnið til 20 verðlauna á EM frá árinu 1994.

3 norskar  geta unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil vinni þær þetta mót. Þetta eru þær Katrine Lunde, Marit Malm Frafjord og Camilla Herrem.


4 lið– Þær þjóðir sem spila til undanúrslita hafa öll um leið tryggt sér farseðil á HM á næsta ári sem fer fram á Spáni. Ásamt þeim eru Hollendingar með sæti á HM sem ríkjandi heimsmeistarar og Spánverjar sem gestgjafar.

4 – Í fyrsta skiptið í sögu EM voru fjögur lið sem unnu alla fjóra fyrstu leiki sína á mótinu, Frakkland, Rússland, Noregur og Króatía.

4 – Danir hafa verið gestgjafar í fjögur skipti á EM með þessu móti meðtöldu og í öll skiptin hefur þeim tekist að komast í undanúrslit. Á mótunum 1996 og 2002 stóðu Danir uppi sem sigurvegarar.

6  – Eftir að hafa komist í undanúrslit á sex síðustu stórmótum (EM, HM og Ólympíuleikum) frá 2015 þá náðu Hollendingar ekki eins langt að þessu sinni.

8 mörk skoruð af Þjóðverum í seinni hálfleik gegn Króatíu er lægsta markaskor liðs í einum hálfleik á mótinu til þessa.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -