- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Stálin stinn mætast í úrslitaleiknum

Norska landsliðið leikur í 11. sinn til úrslita á EM kvenna í handknattleik. Mynd/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -

Það er bara eitt lið sem getur staðið uppi sem sigurvegari en í úrslitaleik EM kvenna í handknattleik í dag mætast bestu lið mótsins til þessa. Þau einu sem hafa ekki tapað leik á leið sinni í úrslitaleikinn. Frakkar sem eru ríkjandi Evrópumeistarar eru á sigurgöngu. Frakkar hafa unnið 14 leiki í röð í lokakeppni EM. Norska landsliðið undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hefur unnið 11 leiki í röð á EM. Svo það er ljóst að sigurgöngunni lýkur hjá öðru hvoru liðinu í kvöld.

Frakkar geta skrifað söguna í kvöld með því að verða þriðja liðið til þess að verja Evrópumeistaratitil. Norska liðið er hinsvegar með meistaragráðu í úrslitaleikjum eftir að hafa unnið sjö af tíu úrslitaleikjum sínum á EM.

Frakkland – Noregur |kl 17.00 | Beint á RÚV
Dómarar:
Viktoriia Alpaidze / Tatyana Berezkina (Rússlandi).

  • Þetta er í sjötta skiptið sem þjóðirnar mætast á EM kvenna en í fyrsta sinn sem þær mætast í úrslitum sem verður að teljast athyglisvert í ljósi þess að lið þjóðanna hafa tekið þátt í 12 af 14 úrslitaleikjum sem farið hafa fram.
  • Frakkar hafa aðeins náð að vinna þrjá af 18 leikjum þjóðanna. Einn af þeim var á HM 2017 sem Frakkar unnu 23-21.
  • Norðmenn og Frakkar eru með bestu skotnýtinguna á mótinu til þessa. Norska liðið hefur nýtt 66% sinna skota en Frakkar 63%. Norska liðið hefur skorað 232 mörk í mótinu, 43 meira en Frakkar.
  • Frakkar og Norðmenn hafa einnig leikið besta varnarleikinn á mótinu. Frakkar hafa fengið á sig 157 mörk eða 22,4 mörk að meðaltali á meðan norska liðið hefur fengið á sig 160 eða 22,8 mörk að meðaltali.
  • Katrine Lunde markvörður norska liðsins jafnar í dag leikjamet löndu sinnar Karoline Dyhre Breivang þegar hún leikur sinn 52. leik á EM kvenna. Aðeins Siraba Dembele Pavlovic fyrirliði Franska liðsins hefur spilað fleiri leiki á EM kvenna. Hún hefur tekið þátt í 54 leikjum.
  • Vinni norska liðið í kvöld munu þær Katrine Lunde, Camilla Herrem, Marit Malm Frafjord verða Evrópumeistarar í fimmta sinn. Ná þær um leið að jafna met Karoline Dyhre Breivang, Linn Kristin Riegelhuth-Koren og Kari Aalvik Grimsbo sem eru þær einu sem hafa afrekað það í sögu EM kvenna. Ekki má heldur gleyma því að Þórir verður Evrópumeistari sem aðalþjálfari í fimmta sinn fari Noregur með sigur út býtum.
  • Nora Mörk sem hefur skorað 48 mörk á mótinu og á möguleika á því að verða fyrsti leikmaðurinn í sögu EM kvenna sem verður markahæst á tveimur mótum. Mörk varð einnig markadrottning EM fyrir fjórum árum.
Ríkjandi Evrópumeistarar Frakka í handknattleik kvenna. Mynd/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -