- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Stórliðin mætast í úrslitaleik

Alexandra Lacrabere, leikmaður Frakka að komast í skotstöðu í leik gegn Dönum. Frönsku og dönsku landsliði verða í eldlínunni á EM i kvöld. Mynd/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -

Annar keppnisdagur í milliriðli 1 býður uppá leiki sem enginn má láta framhjá sér fara. Frakkland og Rússland eigast við í fyrri leiknum. Þessi lið mættust í úrslitaleik á síðasta Evrópumeistaramóti þar sem Frakkar urðu meistarar á heimavelli. Þessar þjóðir hafa hins vegar ekki mæst síðan þá og því verður forvitnilegt að sjá hvort Rússar ná að hefna fyrir það tap og um leið tryggja sér sæti í undanúrslitum.  

Í hinum leik dagsins eigast við nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð en þetta er jafnframt fyrsti leikur þeirra í milliriðlakeppninni á þessu móti.

Frakkland – Rússland |  kl 17.15 | Beint á RÚV2
Dómarar: Vanja Sa / Marta Sa (Portúgal)
Síðast er þessar þjóðir áttust við þá var það í úrslitaleik á EM 2018 þar sem Frakkar unnu 24-21. Lið þessara þjóða áttust einnig við í úrslitum á Ólympíuleikunum í Río 2016 en þá sigruðu Rússar, 22-19. 
Hlutskipti liðanna var misjafnt á HM í Japan fyrir ári en þar lentu þær rússnesku í þriðja sæti en þær frönsku duttu úr keppni eftir riðlakeppnina.
Frakkar komu uppúr riðlakeppninni í ár með bestu markvörsluna en þær Amandine Leynaud og Cleopatre Darleux voru með 39% markvörslu í þeim þremur leikjum. 
Darleux verður ekki með í dag. Hún fékk höfuðhögg snemma leiks gegn Spáni í gær. Laura Glauser, markvörður Györ, var kölluð inn í hópinn í morgun.
Rússar skoruðu næst flest mörkin í riðlakeppninni, 85. 
Bæði lið spiluðu í gær þar sem þau unnu bæði eins marks sigra, Rússar gegn Svartfjallalandi og Frakkar á móti Spánverjum.

Danmörk – Svíþjóð | kl 19.30 | Beint á RÚV2
Dómarar: Viktorija Kijauskaite / Ausra Zaliene (Litháen)
Þetta er nágrannaslagur af bestu gerð en þessar þjóðir hafa mæst 17 sinnum áður þar sem Danir hafa sigrað 11 sinnum en Svíar í sex skipti. Á Evrópumeistaramótum hafa Danir unnið fjóra leiki og Svíar tvo. 
Í riðlakeppni á EM 2018 unnu Danir leik þessara liða með einu marki en ári fyrr sigruðu Svíar leik liðanna í 8-liða úrslitum á HM og sendu Dani þar með heim. 
Aðeins Noregur er með betri skotnýtingu en Danir á mótinu að þessu sinni en danska liðið er með 63% skotnýtingu það sem af er móti. 
Isabelle Gullden leikstjórnandi Svía vantar aðeins eitt mark til þess að jafna hina þýsku Grit Jurack í þriðja sæti yfir flest mörk skoruð á EM. Leikurinn í kvöld er 70. leikur Svía á EM og ef þeim tekst að leggja nágranna sína verður það þrítugasti sigurleikur sænsks landsliðs á EM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -