- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Stórmeistarajafntefli og sterk staða beggja

Pauletta Foppa sækir á milli varnarmanna Rússa. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkland – Rússland 28:28 (16-19)

  • Rússneska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu tvö mörkin í leiknum. Franska liðið náði þó fljótt áttum og tókst að jafna leikinn 4-4 eftir sex mínútna leik.
  • Eftir rúmlega tíu mínútna leik breytti Ambros Martín þjálfari Rússa um varnarafbrigði og þá náðu þær að loka á flestar sóknaraðgerðir Frakka og rússneska liðið náði 5 marka forystu 12-7 þegar um 18 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik.
  • Franska liðið neitaði þó að gefast upp og náðu að minnka muninn niður í 16-18 og áttu í raun möguleika á að minnka muninn niður í eitt mark því þær lögðu af stað í sókn þegar 30 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik en línusending þeirra mistókst og Viktoriia Kalinina markvörður Rússa skaut boltanum yfir allan völlinn í tómt markið og Rússar fóru því með þriggja marka forystu í hálfeikinn 19-16.

Laura Flippes, leikmaður franska landsliðsins var leidd af leikvelli meidd. Mynd/EPA
  • Markverðir liðanna náðu sér engan veginn á strik í fyrri hálfleik, Frakkar voru með 17% markvörslu en Rússar voru með 16% markvörslu.
  • Engu liðið hefur tekist að skora eins mörg mörk á Frakka í einum hálfleik eins og Rússar gerðu í þessum leik þegar þær skoruðu 19 mörk. Fyrir leikinn voru 12 mörk það mesta sem Frakkar hefðu fengið á sig í einum hálfleik.
  • Franska liðið mætti mun öflugra til leiks í seinni hálfleikinn og saxaði hægt og rólega á forystu Rússa. Þegar fjórtán mínútur voru eftir af leiknum náði franska liðið að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum 24-23.
  • Lokamínúturnar voru svo æsilegar. Þegar 40 sekúndur voru eftir þá kom Oceane Sercien Frökkum í eins marks forystu 28-27 en Rússar neituðu að játa sig sigraða og þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum jafnaði Olga Fomina leikinn 28-28 og stórmeistarajafntefli því staðreynd.
  • Þetta jafntefli þýðir að bæði lið eru enn taplaus á mótinu og hafa nú sjö stig í þessum milliriðli og eru komin í vænlega stöðu í baráttunni um sæti í undanúrslitum.
  • Antonina Skorobogatchenko var valin maður leiksins en hún skoraði 5 mörk úr 5 skotum sínum ásamt því að vera mjög öflug í varnarleik Rússa.

Mörk Frakklands: Oceane Sercien 5, Estelle Nze Minko 5, Alexandra Lacrabere 4, Orlane Kanor 4, Chloe Valentini 2, Grace Zaadi 2, Siraba Dembele 2, Pauletta Foppa 2, Pauline Coatanea 1, Laura Flippes 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 8, Laura Glauser 2.
Mörk Rússlands: Vladlena Bobrovnikova 5, Iuliia Managarova 5, Antonina Skorobogatchenko 5, Daria Samokhina 3, Kseniia Makeeva 3, Daria Dmitrieva 2, Olga Fomina 2, Viktoriia Kalinina 1, Ekaterina Ilina 1, Valeriia Maslova 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 4, Anna Sedoykina 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -