- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Þórir og norska landsliðið brutu Dani á bak aftur

Rúmenskir stuðningsmenn landsliðsins hafa nýtt Instagram-reikning Noru Mörk til að bölsótast út í dómara í forkeppni Ólympíuleikana sem fram fór um síðustu helgi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska landsliðið í handknattleik, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, leikur til úrslita við ríkjandi Evrópumeistara Frakka á Evrópumóti kvenna í Danmörku á sunnudaginn. Noregur vann Danmörk, 27:24, í hörkuleik í undanúrslitum í kvöld. Danir voru sterkari í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik þá tóku Norðmenn völdin og hertu tökin jafnt og þétt eftir því sem leið á síðari hálfleikinn.

Danska landsliðið mætir Króötum í leiknum um bronsið á sunnudaginn klukkan 14.30. Úrslitaleikur Frakka og Norðmanna hefst klukkan 17.


Danir fór á kostum í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik og stórleik Söndru Toft í markinu. Danir voru þremur mörkum yfir að loknum hálfleiknum, 13:10. Norska liðið byrjaði síðari hálfleik af krafti. Varnarleikurinn var mikið ákveðnari og þannig var hraðinn í sóknarleik Dana brotinn niður. Hin fertuga Katrine Lunde mætti í markið og saman vann hún vel með vörninni. Í framhaldinu náðu Norðmenn hröðum upphlaupum. Jafnt og þétt brutu þeir danska landsliðið á bak aftur. Undir lokin var ljóst hvort liðið var mikið sterkara og Norðmenn náðu um skeið fimm marka forskoti.


Hið þrautreynda og vel þjálfaða norska landslið hafði svo við öllum þegar á hólminn var komið. Það lét aldrei hug falla. “Við verðum að taka eina sókn í einu og síðan næstu vörn, vera í núinu,” sagði sagði Þórir í samtali við handbolta.is í dag. Það tókst norska landsliðinu svo sannarlega.

Mörk Noregs: Nora Mörk 6, Kari Dale 4, Stine Oftedal 4, Henny Reistad 3, Veronica Kristiansen 2, Stine Skogrand 2, Camilla Herrem 2, Sanne Solberg 2, Marit Frafjord 1, Malin Aune 1.
Varin skot: Silje Solberg 6, Katrine Lunde 5.
Mörk Danmerkur: Mia Rej 7, Trine Östergaard 3, Line Haugsted 3, Larke Nolsö 2, Anna Mette Hansen 2, Kathrine Heindahl 2, Rikke Iversen 2, Kristina Jörgensen 1, Katharina Burgaard 1, Mie Höjlund 1.
Varin skot: Sandra Toft 12.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -