- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Vonin um undanúrslit og hugsanlegan HM-farseðil

Svínn Isabella Gulldén getur rofið 200 marka múrinn á EM í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Kapphlaupið um hvaða lið fara í undanúrslit úr millriðli eitt stendur á milli þriggja liða Danmerkur, Frakklands og Rússlands. Rússar og Frakkar eru með hvíldardag í dag en á meðan spila Danir gegn Spánverjum og þurfa nauðsynlega á þeim tveimur stigum að halda til að halda í vonina um sæti í undanúrslitum.

Í fyrri leik dagsins eigast við Svartfjallaland og Svíþjóð en möguleikar beggja á að komast í undanúrslit eru úr sögunni. Þau eiga enn þess kost að leik um 5. sætið sem getur gefið farseðil á HM á næsta ári. Tveir af leikmönnum liðanna í dag eru að klifra upp stigann yfir markahæstu leikmenn í sögu EM. Báðar geta þær brotið 200 marka múrinn í dag. Þetta eru Svínn Isabella Gulldén sem hefur skorað 196 mörk til þessa og Carmin Martín, Spáni, sem hefur skorað 195 mörk.

Svartfjallaland – Svíþjóð | kl 17.15 | RÚV2
Dómarar:
Malgorzata Lidacka / Urszula Lesiak (Póllandi)

  • Þar sem bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í milliriðlinum þá eiga þau ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum en eru nú í baráttu um að komast í leikinn um 5.-6. sætið í mótinu.
  • Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum áður þar sem Svartfellingar hafa unnið þrisvar sinnum, Svíar tvisvar sinnum. Einu sinni hefur orðið jafntefli.
  • Svartfellingar hafa unnið síðustu tvær viðureignir þessara liða, 26:23 á HM í Japan á síðasta ári og 30:28 á EM 2018.
  • Jovanka Radicevic hefur spilað flesta leiki á EM fyrir Svartfjallaland. Hún er í fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn, hefur skorað 21 mark.
Carmen Martín þarf að skora fimm mörk í dag til þess að hafa náð þeim áfanga að skorað 200 mörk í lokakeppni EM. Mynd/EPA

Danmörk – Spánn | kl 19.30 | Beint á RÚV2
Dómarar:
Cristina Nastase / Simona-Raluca Stancu (Rúmeníu)

  • Spánverjar eiga ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum. Þeir eru bara með eitt stig í milliriðlinum. Danir eru hins vegar með fjögur stig og eiga enn möguleika og þurfa að vinna leikinn til þess að halda þeim möguleika opnum.
  • Danir unnu Svía í fyrsta leik sínum í milliriðlinum með tveimur mörkum 24-22 þar sem Danir reyndust sterkara liðið á lokamínútum leiksins. Spánverjar hins vegar töpuðu gegn Frökkum 25-26 þrátt fyrir hetjulega baráttu þeirra í seinni hálfleik.
  • Carmen Martín fyrirliðið spænska liðsins er í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn á EM. Hún hefur skorað 27 mörk þar af eru 18 úr vítaköstum. Martín hefur aðeins brennt af einu vítakasti á öllu mótinu.
  • Danski markvarðadúettinn Sandra Toft og Athea Reinhardt voru í toppformi í síðasta leik gegn Svíum og vörðu meðal annars fjögur af þeim sex vítum sem Danir fengu á sig.
  • Síðasti opinberi leikur þessara liða var árið 2014 þegar Spánverjar unnu. Danir hafa í gegnum tíðina unnið átta viðureignir liðanna en Spánverjar fjórar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -