- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Fleiri smit greinast hjá serbneska landsliðinu

Það er engin kátina innan serbneska landsliðsins um þessar mundir. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Áfram heldur að síga á ógæfuhliðina hjá serbneska landsliðinu í handknattleik kvenna þótt það hafi enn ekki hafið keppni á Evrópmeistaramótinu í Danmörku. Annar leikmaður landsliðsins greindist jákvæður við kórónuveiruskimun í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, fyrir stundu. Einn leikmaður reyndist smitaður við landamærin í gær, eins og handbolti.is greindi frá í gærkvöld.

Í tilkynningu EHF kemur fram að sú sem greindist smituð í dag hafi verið færð í einangrun ásamt herbergisfélaga sínum þótt sýni frá henni hafi reynst neikvætt.
Nú eru þrír leikmenn í einangrun, þar af tveir með staðfest smit en sá þriðji er útsettur fyrir smiti eftir sólarhrings dvöl í herbergi með smituðum einstaklingi.
Það sem eftir stendur af serbneska hópnum verður áfram í sóttkví eins og hann hefur verið í frá komu til Danmerkur í gær. Hópurinn verður skimaður á nýjan leik í kvöld og á ný í fyrramálið.
Leik Serba og Hollendinga sem fram átti að fara á EM í kvöld var frestað strax í gærkvöld fram á laugardagskvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -