- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Norðmenn kjöldrógu Þjóðverja – myndskeið

Þórir Hergeirsson og leikmenn norska landsliðsins hafa unnið alla leikina á Ólympíuleikunum í Tókýó. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýskaland – Noregur 23:42 (14-22)

Noregur vann sinn annan leik á EM og eru búnar að tryggja sér sæti í milliriðlum. Þjóðverjar þurfa að treysta á sigur á Pólverjum til þess að ná í milliriðlakeppnina.

Þetta er stærsta tap Þýskalands á EM en stærsti ósigur þeirra til þessa var á EM 2000 þegar þær töpuðu 22-33 gegn Ungverjum.

Norska liðið bætti metið sitt yfir flest mörk skoruð í fyrstu tveimur leikjum á EM, þær hafa skorað samtals 77 mörk á þessu móti en gamla metið var 75 mörk á EM 2006. Þá jafnaði Nora Mörk met sitt yfir flest mörk skoruð í leik en hún skoraði 12 mörk í leiknum.

Þjóðverjar áttu miklu fleiri sendingar í leiknum en þær sendu boltann alls 1012 sinnum á milli sín á meðan þær norsku sendu hann 629 sinnum á milli sín.  Alina Grijseels átti flestar sendingar hjá þýska liðinu eða 164 alls á meðan Stine Bredal Oftedal átti 163 sendingar í því norska.

Stine Bredal Oftedal var valin maður leiksins að þessu sinni en skoraði 4 mörk úr 8 skotum og spilaði í 40 mínútur og 43 sekúndur.

Norðmenn áttu 56 skot á markið, skoruðu 42 mörk sem gerir 75% skotnýtingu. Þjóðverjar áttu 43 skot á markið, skoruðu 23 mörk sem gerir 53% skotnýtingu.

Xenia Smits og Emily Bölk voru markahæstar hjá Þjóðverjum en þær skoruðu 4 mörk hvor.

Norska liðið hefur nú unnið sex leiki í röð á EM og jafnframt var þetta sigurleikur númer 81 af þeim 100 leikjum sem liðið hefur spilað á EM.

Noregur mætir Rúmeníu á mánudaginn

Þjóðverjar eiga leik við Pólverja á mánudaginn

Mörk Þýskalands: Xenia Smits 4, Emily Bölk 4, Julia Maidhof 3, Amelie Berger 2, Alina Grijseels 2, Julia Behnke 2, Antje Lauenroth 2, Marlene Zapf 1, Maren Weigel 1, Evgenija Minevskaja 1, Luisa Schulze 1.
Varin skot: Dinah Eckerle 4, Isabell Roch 3.
Mörk Noregs: Nora Mork 12, Camilla Herrem 7, Henny Reistad 4, Stine Breidal Oftedal 4, Kari Brasett Dale 4, Veronica Kristiansen 3, Marit Jacobsen 3, Emilie Arntzen 2, Stine Skogrand 1, Malin Aune 1, Sanna Solberg 1.
Varin skot: Rikke Granlund 6, Emily Sando 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -