- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Rússar tóku Spánverja í kennslustund

Þungu fargi var létt á leikmönnum rússneska landslðsins eftir sigur á Spánverjum í fyrsta leiknum á EM í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það var búist við því fyrirfram að upphafsleikur B-riðils Evrópumóts kvenna í handknattleik í dag á milli Rússlands og Spánverja yrði jafn og spennandi. Sú varð aðeins raunin í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var ójafn og niðurstaðan varð níu marka sigur, 31:22, Rússum í vil.

Það var jafnt á metum í fyrri hálfleik þar sem Spánverjar höfðu frumkvæðið framan af. Hægt og rólega unnu Rússar sig inní leikinn og munað þá mestu um það að Ambros Martin breytti um áherslur í varnarleiknum sem gerði það að verkum að þær rússnesku náðu frumkvæðinu og fóru með tveggja marka forystu í hálfleik 13:11.

Seinni hálfleikurinn var svo algjörlega eign Rússa og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum voru þær komnar með sjö marka forystu 26:19. Mest munaði um markvörsluna hjá Önnu Sedoykinu. Hún fór á kostum og var með 45% markvörslu í seinni hálfeik og tók mesta bitið úr spænska liðinu svo munurinn var níu mörk þegar upp var staðið.

Svíar byrjuðu vel

Það var boðið uppá öllu meiri spennu í seinni leik riðilsins þegar að Svíar og Tékkar mættust. Sænska liðið byrjaði leikinn þó af miklum krafti og eftir fjögurra mínútna leik voru þær komnar með 5:2 forystu. Tékkar neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin um miðjan hálfleikinn sem var í járnum allt til loka hálfleiksins þar sem staðan var 13:13.


Seinni hálfeikinn byrjuðu svo Tékkar betur og náðu að komast í þriggja marka forystu 17:14 eftir fimm mínútur. Þá bitu Svíar frá sér og komust inní leikinn. Vendipunkturinn var þegar að sænski þjálfarinn ákvað að skipta Jessicu Ryde inn í markið. Hún fór á kostum og var með 39% markvörslu þann tíma sem hún stóð á milli stanganna. Svíar náðu að knýja fram fjögra marka sigur 27:23.

Rússland 31:22 Spánn (13:11)
Mörk Rússlands: Daria Dmitrieva 4, Vladlena Bobrovnikova 4, Antonina Skorobogatchenko 4, Kristina Kozhokar 4, Olga Fomina 3, Polina Vedekhina 2, Daria Samokhina 2, Karina Sabirova 2, Ekaterina Ilina 2, Iuliia Managarova 2, Kneniia Makeeva 1, Anastasiia Illarionova 1.
Varins skot: Anna Sedoykina 9, Viktoriia Kalinina 3.
Mörk Spánar: Carmen Martin 4, Jennifer Gutierrez 4, Nerea Pena 4, Almudena Rodriguez 3, Ainhoa Hernandez 2, Marta Lopez 1, Lara Gonzalez 1, Kaba Gassama 1, Lysa Tchaptchet 1, Mireya Gonzalez 1.
Varin skot: Silvia Navarro 5, Mercedes Castellanos 1.

Svíþjóð 27:23 Tékkland (13:13)
Mörk Svía: Linn Blohm 5, Isabelle Gullden 4, Emma Lindqvist 4, Nathalie Hagman 4, Carin Stromberg 3, Emma Rask 3, Melissa Petren 2, Jamina Roberts 1, Kristín Þorleifsdóttir 1.
Varin skot: Jessica Ryde 7, Filippa Idehn 4.
 Mörk Tékka: Marketa Jerabkova 8, Veronika Mala 4, Sarka Marcikova 3, Jana Knedlikova 2, Hana Kvasova 2, Kamila Kordovska 2, Marketa Hurychova 2.
Varin skot: Petra Kudlackova 13.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -