Endalokin gátu ekki verið sárari

Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk í leiknum við Norðmenn. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

„Endalokin gátu ekki verið sárari,“ sagði Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik við handbolta.is í kvöld eftir tap, 34:33, fyrir Noregi í háspennu- og framlengdum leik um 5. sætið á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í Búdapest í kvöld.


„Framan af leiknum lékum við alls ekki nógu vel en náðum að jafna þegar kom inn síðari hálfleikinn. Eftir að við jöfnuðum var einfaldlega stál í stál. Við fengum okkar tækifæri til þess að vinna en sigurinn féll þeirra megin á síðustu sekúndu í framlengingu en það mátti engu muna. Þetta var hrikalega svekkjandi,“ sagði Bjarki Már.

Það er eitthvað í loftinu

Bjarki Már segir að menn verði að líta björtum augum fram á veginn. Vinna umspilsleikina um HM í vor stilla saman strengina fyrir HM. „Við viljum sýna hvað í okkur býr á næsta stórmóti eftir ár. Það er eitthvað í loftinu. Maður finnur það á strákunum. Ég er stoltur af liðinu sem leysti öll verkefnin sem fyrir það var lagt á þessu erfiða og skrítna móti. Það voru vonbrigði að ná ekki fimmta sætinu en á sama tíma er maður stoltur,“ sagði Bjarki Már Elísson, við handbolta.is eftir leikinn æsilega í MVM Dome í Búdapest í kvöld.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -