- Auglýsing -
- Auglýsing -

Engir áhorfendur verða á leikjum HM

Leikmenn hafa unnið. Ákvörðun hefur verið tekin um að leika HM í handknattleik karla fyrir luktum dyrum. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson
- Auglýsing -

Engir áhorfendur verða á leikjum heimsmeistaramótsins í handknattleik sem hefst í Egyptalandi á miðvikudagskvöld. Allir leikir mótsins verða leiknir fyrir luktum dyrum eins og leikmenn og þjálfarar hafa óskað eftir. Þetta var ákveðið í dag af mótshöldurum og yfirvöldum í Egyptalandi. Þessi ákvörðun er sigur fyrir leikmenn keppnisliðanna en margir þeirra hafa harðlega mótmælt þeim áætlunum mótshaldara að selja í um fimmtung sæta í keppnishöllum mótsins.

„Niðurstaðan er að lokað verður fyrir áhorfendur á alla leik keppninnar. Er það gert til þess að sporna við útbreiðslu covid19 og koma í veg fyrir að smit berist til þátttakenda,“ segir m.a. í yfirlýsingu sem send var út af egypskum yfirvöldum og mótshöldurum síðdegis í dag.


Evrópuleikmannasamtökin mótmæltu hugmyndum mótshaldara með því að senda bréf til forseta IHF, Hassan Moustafa, þar sem óskað var eftir að ákvörðun að hleypa áhorfendum í þúsundatali í hallirnar yrði endurskoðuð í ljós ástandsins í heimsfaraldrinum. Moustafa svaraði erindinu á föstudaginn. Í svari sínu sagðist hann taka tillit til skoðana leikmanna og boðaði að ákvörðunin yrði endurskoðuð á fundi sínum með yfirvöldum í Egyptalandi í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -