- Auglýsing -

Er ekki bjartsýnn á að vera í EM-hópnum

Haukur Þrastarson í leik með íslenska landsliðinu á EM 2020. Mynd/EPA

„Eins og staðan er núna er ég ekkert mjög bjartsýnn á það ef ég á að vera heiðarlegur,“ segir handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson í samtali við Vísir.is í spurður hvort hann verði með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Póllandi í næsta mánuði.

Handknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag að upplýst verði á morgun hverjir skipi EM-hópinn.


Haukur hefur alls ekki náð fyrri styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í október 2020. Hann kom heim í síðustu viku eftir að hlé var gert á keppni í pólsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með meistaraliðinu Vive Kielce.

„Síðan ég er byrjaði í haust hef ég verið í basli með að ná mér, verið mikið meiddur og mjög slæmur. Staðan er ekki mjög góð eins og er. Ég hef verið mjög tæpur og ekki náð að beita mér almennilega í langan tíma. Ástandið á mér hvað meiðslin varðar hefur verið mjög slæmt lengi,“ segir Haukur Þrastarson í samtali við Vísir.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -