- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er HM að komast í uppnám?

Forsvarsmenn Alþjóða handknattleikssambandsins þola engin lausatök þegar kemur að covid á HM 2023. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ljóst virðist að ekki eru öll kurl kominn til grafar hvað varðar þátttöku landsliðs á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Smit hafa greinst hjá þremur liðum sem eru á mótinu. Eitt þeirra hefur þegar leikið einn leik. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Alþjóða handknattleikssambandið sendi frá sér í kvöld.


Ef upp kemst að smit eru fleiri meðal neðangreindra liða getur það sett þátttöku þeirra í mótinu í uppnám, ekki síst hjá landsliðum Grænhöfðaeyja og Brasilíu þar sem þegar hafði flísast verulega úr hópum þeirra áður en komið var til Egyptalands.

Í fyrradag hættu tvö landslið við þátttöku á HM vegna hópsmita innan þeirra á síðustu dögum, fyrir komuna til Egyptalands.


Tveir leikmenn landsliðs Slóvena greindust við landamæraeftirlit og eru þeir í einangrun. Þeir voru vitanlega ekki með landsliði Slóvena í dag þegar það gjörsigraði ungmennalið Suður-Kóreu, 51:29. Allt slóvenska liðið fer í skimun í fyrramálið.

Einn leikmaður brasilíska landsliðsins var smitaður. Það komst einnig upp við sýni sem tekið var á flugvellinum í Kaíró. Til viðbótar eru leikmenn og aðalþjálfarinn í sóttkví í Portúgal þar sem liðið var í æfingabúðum. Brasilíska liði fer á einu bretti í skimun í fyrramálið.


Hjá landsliði Grænhöfðaeyja greindust fjögur smit við landamæri. Það sem eftir er af liðinu, sem er orðið fámennt, fer í skimun í fyrramálið. Þetta er til viðbótar við þá sjö leikmenn sem heltust úr lestinni smitaðir í Portúgal eftir æfingabúðir liðsins.


Engin smit hafa greinst hjá landsliðum innan “búbblu”.
Nokkrir hótelstarfsmenn hafa greinst smitaðir og hafa þeir allir verið einangraðir. Þá greindist smit hjá portúgölskum fjölmiðlamanni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -