- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er sá þriðji besti í Svíþjóð

Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði IFK Kristianstad. Mynd/IFK Kristianstad - Mentor Selaci Fotograf, Studio11
- Auglýsing -

Ólafur Andrés Guðmundsson er talinn af samherjum og mótherjum í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik vera einn allra besti leikmaður deildarinnar. Aftonbladet birtir í dag lista yfir bestu leikmenn deildarinnar en blaðið hafði samband við 192 leikmenn í deildinni og bað þá um að velja útileikmenn og markverði í deildarinnar sem þeim þykir vera bestir.

Ólafur Andrés hafnaði í þriðja sæti í valinu sem er mikil viðurkenning fyrir hann, að minnsta kosti að mati handbolta.is. Ólafur Andrés hlaut 14% atkvæða. Hinn þrautreyndi leikmaður Ystads IF, örvhenta stórskyttan, Kim Andersson, varð í efsta sæti með fjórðung atkvæða. Eric Johansson, leikmaður Guif varð annar með 21%. Á eftir Ólafi Andrési komu Jonathan Edvardsson, Sävehof, og Adam Nyfjäll, línumaður og samherji Ólafs hjá IFK Kristianstad, í fjórða og fimm sæti.


Norski markvörðurinn Espen Christensen, og liðsfélagi Ólafs Andrésar og Teits Arnar Einarssonar, fær yfirburðakosningu í vali leikmanna á besta markverði deildarinnar. Christensen gekk til liðs við Kristianstad í sumar sem leið og hefur farið á kostum í marki liðsins. Hann fékk 38% atkvæða. Anton Hellberg, markvörður HK Malmö, hreppti annað sætið og Håvard Åsheim, markvörður Skövde varð í þriðja sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -