Er sagður undir smásjá Guðmundar hjá Melsungen

Teitur Örn Einarsson er sagður vera á leið til þýska stórliðsins Flensburg. Mynd/IFK Kristianstad - Kimme Persson Fotograf, Studio 11

Örvhenta stórskyttan Teitur Örn Einarsson er orðaður við þýska 1. deildarliðið MT Melsungen á vef Heissische Niedersächsishe Allgemeine. Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er jafnframt þjálfari MT Melsungen.

Í frétt blaðsins er vitnað til þess að Melsungen hafi áhuga á að styrkja hægri skyttu stöðuna fyrir næsta keppnistímabil þar sem Kai Häfner er nú í aðalhlutverki. Þrír leikmenn þykja koma til greina samkvæmt heimildum blaðsins. Teitur Örn er einn þeirra en einnig Ivan Martinovic, leikmaður Hannover-Burgdorf og ungverski landsliðsmaðurinn Dominik Mathé. Hann er nú í herbúðum norska meistaraliðsins Elverum. Mathé, sem er aðeins 21 árs gamall, þótti standa sig vel með ungverska landsliðinu á HM í Egyptalandi.

Teitur Örn er 22 ára gamall og hefur leikið með IFK Kristianstad undanfarin þrjú ár. Hann kom til félagsins frá Selfossi og endurnýjaði samning sinn til tveggja ára fyrir yfirstandandi leiktíð.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -