Er ýmislegt til lista lagt

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tekur að sér þjálfun B-landsliðsins ásamt Hrafnhildi Ósk Skúladóttur. Mynd/Mummi Lú

Handknattleikskonunni Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur er ýmislegt til lista lagt á íþróttavellinum. Hún er ein reyndasta og sigurælasta handknattleikskona landsliðsins og mætti til leiks á ný með Val í Olísdeildinni þegar á síðasta keppnistímabil leið auk þess sem hún gaf kost á sér á ný í landsliðið þegar leikið var við Slóvena í apríl.


Í gær var Anna Úrsúla varamarkvörður Vals í leik við Selfoss í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Anna Úrsúla hleypur í skarðið hjá fótboltaliði Vals. Vísir greinir frá því að hún hafi verið varamarkvörður Hlíðarendaliðsins í tveimur leikjum sumarið 2018.


Anna Úrsúla lék tvo leiki í marki KR sumarið 2003 í efstu deild auk þess að leik með U19 ára landsliðinu eins og ennfremur kemur fram í frétt Vísis.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -