- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erfitt að lenda sjö mörkum undir

Hrannar Guðmundsson stýrði Aftureldingarliðinu í kvöld í fjarveru Gunnars Magnússonar sem er í sóttkví. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Við fórum með leikinn á lokamínútum fyrri hálfleiks þegar við vorum manni fleiri en fengum á okkur tvö mörk yfir endilangan völlinn auk hraðaupphlaupsmarks. Þar með var munurinn orðinn sjö mörk og það er nokkuð sem ekki er gott að vinna upp gegn jafn sterku liði og Haukar hafa á að skipa,“ sagði Hrannar Guðmundsson sem stýrði Aftureldingarliðinu gegn Haukum í kvöld í fjarveru Gunnars Magnússonar. Gunnar er sóttkví þessa dagana eftir reisu með landsliði karla. Afturelding tapaði með átta marka mun, 33:25, eftir að hafa verið 11 mörkum undir skömmu fyrir leikslok.


„Við byrjuðum síðari hálfleik vel og náðum að minnka muninn niður í fimm mörk. Upp úr því komu tvö eða þrjú hraðaupphlaup og þar með var staðan orðin mjög erfið,“ sagði Hrannar sem viðurkenndi að menn hans hefðu misst móðinn enda við ramman reip að draga að vera svo langt undir á móti Haukum.


„Það er erfitt að elta Hauka þegar þeir eru sex eða sjö mörkum yfir. Ekki bætti úr skák að sóknarleikur okkar í síðari hálfleik var mjög staður og við vorum mjög aftarlega. Síðari hálfleikur var okkur mjög erfiður,“ sagði Hrannar Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, í samtali við handbolta.is í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði í kvöld.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -