- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erlingur tekur á móti Tyrkjum

Erlingur Richardsson landsliðsþjálfari Hollands í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson hóf æfingar í gær með hollenska karlalandsliðið en það mætir Tyrkjum í Almere í Hollandi annað kvöld í undankeppni EM2022. Hollendingar, sem eru í 5. riðli, áttu að mæta Pólverjum um næstu helgi en leiknum var frestað. Einnig var viðureign Slóvena og Pólverja sem fram átti að fara annað kvöld slegið á frest og þarf vart að taka fram af hvaða ástæðum. Enn stendur til að Slóvenar sæki Tyrki heim til Eskisehir á sunnudag.


Tíu af 17 leikmönnum í hollenska hópnum leika með þýskum félagsliðum, þrír leika í Danmörku og þrír í Hollandi. Einn er samningsbundinn belgísku félagsliði.


Hollendingar voru í fyrsta sinn með í lokakeppni EM í byrjun þessa árs.
Nokkur endurnýjun hefur orðið á hópnum og reyndir leikmenn rifað seglin. Markmiðin eru þau sömu að komast einnig í næstu lokakeppni EM.

Handknattleiksíþróttin hefur sótt í sig veðrið í Hollandi á undanförnum árum, ekki síst vegna mikillar velgengni kvennalandsliðsins sem unnið hefur til verðlauna á nokkrum síðustu stórmótum og varð í fyrsta sinn heimsmeistari fyrir nærri ári síðan.


Hollenski hópurinn hjá Erlingi er skipaður eftirtöldum leikmönnum:


Jasper Adams, Kembit/LIONS (Hollandi)
Dani Baijens, TBV Lemgo (Þýskalandi)
Samir Benghanem, Green Park/Aalsmeer (Hollandi)
Mark van den Beucken, TBV Lemgo (Þýskalandi)
Jeffrey Boomhouwer, Bergischer HC (Þýskalandi)
Lars Kooij, TM Tønder Håndbold A / S (Danmörku)
Patrick Miedema, HSG Nordhorn-Lingen (Þýskalandi)
Bart Ravensbergen, HSG Nordhorn-Lingen (Þýskalandi)
Bobby Schagen, TBV Lemgo (Þýskalandi)
Robin Schoenacker, Sporting Pelt (Þýskalandi)
Tom Jansen, TV Grosswallstadt (Þýskalandi)
Alec Smit, SønderjyskE (Danmörku)
Kay Smits, TTH Holstebro (Danmörku)
Ivar Stavast, HC Elbflorenz Dresden (Þýskalandi)
Ivo Steins, Kembit/LIONS (Hollandi)
Rutger ten Velde, Wilhemshavener HV (Þýskalandi)
Niels Versteijnen, VfL Lübeck Schwartau (Þýskalandi)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -