- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópa verður að vera tilbúin með álitlegan frambjóðanda

Hassan Moustafa forseti Alþjóða handknattleikssambandsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópuþjóðir verða að vera tilbúnar með álitlegan frambjóðanda í stól formanns Alþjóða handkattleikssambandsins, IHF, þegar sá dagur rennur upp að núverandi forseti, Egyptinn Hassan Moustafa, gefur ekki á kost á sér á nýjan leik. Þetta er skoðun Mortens Stig Christiansen sem tók við formennsku hjá danska handknattleikssambandinu í haust.


Óvíst er með öllum hvenær Moustafa dregur sig í hlé en ekkert bendir til þess að til þess komi á næstunni. Moustafa var endurkjörin til fjögurra ára á þingi IHF um nýliðna helgi með 135 atkvæðum gegn einu og hefur nú setið á stóli forseta frá árinu 2000. Tvisvar á 21 ári hefur Moustafa fengið mótframboð sem hafa fengið lítinn hljómgrunn. Síðast árið 2009.


Christiansen segir í samtali við Politiken að hann eins og fleiri eigi sér þann draum að næsti forseti IHF verði Evrópubúi. Hann segir það geti orðið þrautin þyngri að svo verði þar sem Evrópuríki eru í minnihluta aðildarríkja IHF. Þar af leiðandi sé ekki nóg að þau standi sem ein heild að baki nýjum frambjóðenda eins gerðt var þegar Svíinn Staffan Holmqvist bauð sig fram gegn Moustafa árið 2004.

Christiansen viðurkennir að hann verði að bíta í það súra epli að fjölmörg aðildarríki IHF standa þétt við bakið á núverandi forseta og telja stjórnarhætti hans vera þá sem séu IHF fyrir bestu. Það sýni sig best í að eina opinbera gagnrýnin sem komið hefur fram á störf Moustafa sé frá Evrópu. Að fara í stríð gegn núverandi forseta sé ekki líklegt til árangurs. Skást sé að sitja hann af sér.

Til eru þeir sem horfa til Per Bertelsen fyrrverandi formanns danska handknattleikssambandsins sem vænlegs eftirmanns Moustafa sem varð 77 ára gamall í júlí. Bertelsen er formaður mótanefndar IHF. Honum var hinsvegar velt úr sessi sem formanni danska handknattleikssambandsins í byrjun september eftir að nokkur félög innan sambandsins lýstu á hann vantrausti. Bertelsen átti þá ár eftir af kjörtímabili sínu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -