- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópudeildin stokkuð upp – möguleikar Íslands aukast

Leikmenn Benfica fagna sigri Evrópudeildinni í vor. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nokkrar breytingar verða á Evrópudeild karla í handknattleik frá og með næsta keppnistímabili, þ.e. 2023/24. Þær eru helstar að liðum sem taka þátt í riðlakeppninni verður fjölgað um átta, úr 24 í 32. Um leið verður aðeins ein umferð í undankeppni í stað tveggja.


Af liðunum 32 koma sextán þeirra inn í riðlakeppnina eftir forkeppni. Önnur 16 lið komast hjá forkeppni, í stað 12 eins og nú er. Fjölgun liða í riðlakeppni Evrópudeildarinnar greiðir leiðina fyrir Íslandsmeistara hvers árs til þess að eiga sæti í riðlakeppninni.

Nýr styrkleikalisti

Liðin 16 sem komast hjá undankeppninni í endurskipulagðri Evrópudeild raðast inn eftir styrkleikalista Evrópuþjóðanna þar sem horft verður til árangurs þeirra í keppninni undanfarin ár. Um leið verður slitið á tengslin við Meistaradeildina en notast hefur verið við sama styrkleikalista í Evrópudeildinni og í Meistaradeildinni. Þetta bætir stöðu Íslands á væntanlegum styrkleikalista þar sem íslensk félagslið hafa ekki tekið þátt í Meistaradeildinni í háa herrans tíð og þar af leiðandi ekki unnið Íslandi inn stig með þátttöku sinni.


Keppnisfyrirkomulag á breyttri Evrópudeild verður kynnt á næstu dögum.

Óbreyttt í kvennaflokki

Engin breyting verður á Evrópudeild kvenna keppnistímabilið 2023/2024. Áfram verða tvær umferðir í undankeppni og 24 lið í sex riðlum. Takist vel til með breytingarnar á karlakeppninni verður Evrópudeild kvenna væntanlega uppfærð þegar fram líða stundir.

Valur með í fyrsta sinn

Valur tekur þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur og hefst keppni eftir um það bil mánuð. Eins og mörgum er kunnugt þá er Valur eitt 12 liða sem fer beint í riðlakeppnina, þ.e. sleppir undankeppninni sem nú stendur yfir.

Síðari umferð hefst í kvöld

Fyrri leikir síðari umferðar Evrópudeildarinnar fara fram í kvöld með 12 leikjum. Síðari umferðin verður eftir viku. Íslendingar verða í eldlínunni í fimm leikjum kvöldsins í annarri umferð.

Alpla Hard (Hannes Jón Jónsson) – Butel Skoje.
MMTS Kwidzyn – Flensburg (Teitur Örn Einarsson).
Sävehof (Tryggvi Þórisson) – Montpellier.
Benidorm – GC Zürich (Ólafur A. Guðmundsson).
CD Bidasoa – Kolstad (Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -