Evrópumeistararnir mæta Metz

MVM Dome, nýja og glæsilega keppnishöllin í Búdapest verður vettvangur úrslitahelgar Meistaradeildar kvenna 4. og 5. júní. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Það var dregið um það í gær hvaða lið koma til með að mætast í undanúrslitum Final4 helgarinnar í Meistaradeild kvenna í handknattleik. Dregið var í Búdapest þar sem að leikir undanúrslitahelgarinnar fara fram 4. og 5. júní.


Ríkjandi Evrópumeistarar Vipers Kristiansand frá Noregi mæta Metz frá Frakklandi í undanúrslitum. Ungverska liðið Györ leikur við Esbjerg frá Danmörku.


Undanúrslitaleikirnir verða háðir laugardaginn 4. júní og eru leiktímar kl. 13.15 og 16.00. Sunnudaginn 5. júní hefst bronsleikurinn kl. 13.15 og úrslitaleikurinn kl. 16.00.


Undanúrslit Final4:

Györ – Esbjerg.
Metz – Vipers.

Sigurliðin mætast í úrslitaleik en tapliðin bítast um bronsverðlaunin.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -