Eyjamenn stefna á hópferð norður á laugardaginn

Stuðningsmenn ÍBV gefa sig alla í hvern leik. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

ÍBV hefur blásið til hópferðar á oddaleik KA/Þórs og ÍBV í undanúrslitum Olísdeildar kvenna á laugardaginn. Svo vel tókst til með hópferð á fyrsta leik liðanna sem fram fór í KA-heimilinu á sunnudaginn að Eyjamenn vilja að endurtaka leikinn og styðja þar með hressilega við sitt lið. Nokkrir tugir stuðningsmanna ÍBV nýttu sér hópferðina á sunnudaginn.

Um er að ræða dagsferð með beinu flugi fram og til baka auk rútuferðar innabæjar á Akureyri, eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu ÍBV. Þeir sem hafa í hyggju að fara verða að hafa gert upp hug sinn fyrir klukkan 16 á morgun, föstudag. Þeir hinir sömu verða að nálgast aðgöngumiða á leikinn í gegn miðasöluappið Stubb.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -