- Auglýsing -

Færeyingar færa sig yfir í rafrænar leikskýrslur

Rýnt í leikskýrslu. Mynd/Mummi Lú

Færeyingar gera nú tilraunir með að gera leikskýrslur í úrvalsdeildum karla og kvenna í handknattleik rafrænar. Vilja þeir þar með víkja frá handskrifuðum skýrslum sem viðgangast þar eins og t.d. hér á landi.

Stefnt er að því að allar skýrslur frá leikjum helgarinnar í úrvalsdeildum karla og kvenna verði á rafrænu formi. Ef vel tekst til er stefnt að því að skýrslur allra leikja í öllum flokkum verði eingöngu á rafrænu formi innan tíðar.

Hér á landi hefur staðið til um nokkurt skeið að taka upp rafrænar leikskýrslur í öllum leikjum innan HSÍ. Vonast var til að fyrstu skrefin yrðu tekin við upphaf yfirstandandi tímabils en af því hefur ekki orðið.


Með rafrænum skýrslum vonanst menn til að fækka megi villum, m.a. á nöfnum leikmanna og þjálfara, auk þess að um leið verði hægt að fylgjast með stöðuppfærslum frá fleiri leikjum um leið og þeir fara fram. Þar með gefst líka sá möguleiki að stöðukerfið uppfærist sjálfkrafa um leið og leikjum er lokið í stað þess að nú þarf að færa meira og minna öll úrslit í öllum deildum inn handvirkt.

Rafrænar leikskýrslur er víða í notkun, m.a. á Norðurlöndunum, í Þýskalandi og í Frakklandi. Vísir að þeim er að finna hjá tölfræðiveitunni HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -