- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar mæta Alfreð í HM umspili

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Færeyska landsliðið í handknattleik karla er komið í aðra og síðari umferð umspilsins um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Eftir að Hvít-Rússum var í kvöld bannað að taka þátt í keppni á vegum EHF þá varð leið færeyska landsliðsins greið í aðra umferð umspilsins sem fer fram um miðjan apríl.


Andstæðingar Færeyinga í leikjunum í apríl verður þýska landsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Fyrri viðureignin verður í Þýskalandi en sú síðari í Þórshöfn ef Færeyingar fá áframhaldandi undaþágu hjá EHF til leikja í Höllinni á Hálsi.


Færeyingar áttu að mæta Hvít-Rússum í tveimur leikjum um miðjan mars í fyrstu umferð umspilsins. Þar sem þegar hefur verið dregið til síðari umferðar umspilsins er ljóst hverjum Færeyingar mæta. Færeyskt landslið hefur aldrei komist svo nærri sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts A-landsliða í handknattleik karla.


Rússland, sem einnig var vísað úr keppni á öllum mótum á vegum EHF, átti að sitja yfir í fyrstu umferð en mæta annað hvort Slóvökum eða Belgum í annarri umferð. EHF tilkynnir væntanlega á næstu dögum hvort viðureign Slóvaka og Belga verði færð upp í aðra umferð en sú lausn þykir sennileg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -