- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færri komast að en vilja

Hanna Maria Yttereng og félagar í Vipers fara til Moskvu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alls 20 lið frá þrettán löndum hafa óskað eftir þátttöku í Meistaradeild kvenna í handknattleik á næstu leiktíð. Beiðnin ein og sér gefur ekki þátttökurétt þar sem aðeins 16 lið komast í Meistaradeildina. Það kemur í hlut stjórnar Handknattleikssambands Evrópu, EHF, að ákveða hvaða 16 lið fá þátttökurétt á fundi sínum í dag.


Næsta tímabil verður það 28. í sögu Meistaradeildar kvenna en líkt og á síðasta tímabili verður spilað í tveimur átta liða riðlum.


Samkvæmt styrkleikalista EHF eiga landsmeistarar í átta efstu löndunum öruggt sæti í keppninni. Norður-Makedónía hefur ekki óskað eftir sæti í Meistaradeildinni að þessu sinni sem þýðir að Ungverjar fá tvö sæti. Þau 10 lið sem eiga öruggt sæti bíða því aðeins eftir formlegu svari frá stjórn EHF en Evrópumeistarar Vipers eru þar á meðal.


Hin 10 liðin sem eftir standa þurfa að gangast undir mat hjá stjórn EHF en matið felst meðal annars í því að liðin standist nokkur atriði svo sem löglegt keppnishús, sjónvarpsréttarmál og árangur fyrri ára í Evrópukeppni. Listinn yfir þau 16 lið sem fá þátttökurétt á næstu leiktíð verður kynntur mánudaginn 28. júní. Dregið verður í riðla föstudaginn 2. júlí.


Þau 10 lið sem eiga öruggt sæti:
Króatía – RK Podravka Vegeta.
Danmörk – Odense Håndbold.
Frakkland – Brest Bretagne Handball.
Þýskaland – BV Borussia 09 Dortmund.
Ungverjaland – FTC-Rail Cargo Hungaria
Ungverjaland – Györi AUDI ETO KC.
Svartfjallaland – Buducnost BEMAX.
Noregur – Vipers Kristiansand.
Rúmenía – CSM Bucuresti.
Rússland – CSKA.

Liðin sem berjast um 6 laus sæti:
Danmörk – Team Esbjerg.
Frakkland – Metz Handball.
Þýskaland – SG BBM Bietigheim.
Noregur – Storhamar Håndball Elite.
Rúmenía – CS Minaur Baia Mare.
Rússland – Rostov-Don.
Tékkland – DHK Banik Most.
Slóvenía – RK Krim Mercator.
Svíþjóð – IK Sävehof.
Tyrkland – Kastamonu Belediyesi GSK.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -