- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fannst við vera með tökin allan tímann

Landsliðsmaðurinn Magnús Óli Magnússon var allt í öllu hjá Val í dag gegn Gróttu. Hér reynir Daníel Griffin að koma böndum yfir Magnús Óla. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Ég er ánægður með Gróttu að halda uppi hraðanum strax frá byrjun. Reyna ekki að drepa niður hraða leiksins. Svona hraður leikur er skemmtilegri fyrir alla þótt vissulega skilji ég hina nálgunina líka, það er að segja þá sem Gróttuliðið hefur stundum beitt til að halda niðri hraða í leikjum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir sigur á Gróttu, 30:28, í Olísdeild karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag.


Með sigrinum komst Valur upp í annað sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Haukum sem lögðu Fram síðar í dag.


Fyrri hálfleikur í Hertzhöllinni í dag var sérstaklega hraður og skemmtilegur þótt ekki væri mikið um varnir. Valsmenn héldu fast í að leika 5/1 vörn í allan hálfleikinn þótt hún gengi ekki sem skildi. Snorri Steinn sagði það hafa verið ætlan sína frá upphafi að leika 5/1 allan hálfleikinn hvað sem tautaði og raulaði


„Ég vildi leika 5/1 vörnin í fyrri hálfleik. Það var alltaf áætlunin að halda í hana hálfleikinn út þótt hún gengi ekki vel og við fengum á okkur opin færi og mörk út hornum meðan við héldum henni úti. Með framtíðina í huga þá verðum aðeins að þreifa okkur áfram með fleiri varnarafbrigði og láta á reyna. Við verðum að geta brotið upp leik okkar og verið klárir í bregðast við. Það eru svo margir leikir eftir af mótinu að það nauðsynlegt að prófa eitt og annað,“ sagði Snorri Steinn sem breytti yfir í 6/0 vörn í síðari hálfleik. Um leið átti Gróttuliðið erfiðara uppdráttar og forskot Vals myndaðist, forskot sem liðið hélt leikinn á enda.

„Breytingin í byrjun síðari hálfleiks gekk vel. Einar Baldvin fór að verja betur og við náðum forskoti sem skóp sigurinn,“ sagði Snorri Steinn sem var rólegur allan leikinn að þar sem honum fannst Valsliðið alltaf hafa ákveðin tök á leiknum þótt oft væri munurinn ekki mikill á liðunum.


„Við lékum vel í sókninni, skoruðu mikið og fengum fullt af færum. Við létum markvörð Gróttu kannski verja aðeins og mörg skot frá okkur. Mér leið nokkuð vel með leikinn frá upphafi til enda. Fannst sem við færum með tökin,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -