Fengu byr undir báða vængi í Grafarvogi

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Leikmenn Vængja Júpíters fengu byr undir báða vængi í kvöld er þeir mættu ungmennaliði Aftureldingar í Dalhúsum í Grill66-deild karla í handknattleik. Vængirnir hafa átt í erfiðleikum með að hefja sig til flugs á leiktíðinni en í kvöld gekk flest að óskum og þeir flugu með stigin tvö heim í leikslok eftir fimm marka sigur, 28:23.


Sex marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 16:10. Mosfellingar áttu erfitt uppdráttar að þessu sinni og fengu ekkert við neitt ráðið. Þetta var þriðji sigur Vængja Júpíters í Grill66-deildinni. Liðið er með sjö stig að loknum 17 leikjum og sitja enn í næst neðsta sæti 11 liða deildarinnar. Afturelding er tveimur sætum ofar, með 11 stig eftir 17 leiki.


Mörk VJ.: Andri Hjartar Grétarsson 7, Brynjar Jökull Guðmundsson 6, Gísli Steinar Valmundsson 6, Leifur Óskarsson 4, Viktor Orri Þorsteinsson 3, Róbert Pettersen 1, Ragnar Áki Ragnarsson 1.

Mörk Aftureldingar U.: Ágúst Atli Björgvinsson 13, Stefán Scheving Guðmundsson 4, Grétar Jónsson 2, Agnar Ingi Rúnarsson 1, Hilmar Ásgeirsson 1, Valur Þorsteinsson 1, Karl Kristján Bender 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -