- Auglýsing -

Fer á fulla ferð í febrúar

Oddur Gretarsson á fullri ferð í leik með Balingen-Weilstetten. Mynd/Balingen-Weilstetten

Handknattleiksmaðurinn Oddur Grétarsson stefnir á að vera klár í slaginn með Balingen-Weilstetten í þýsku 1. deildinni þegar keppni hefst á ný að loknu Evrópumóti landsliða í byrjun febrúar. Oddur hefur ekkert leikið með liðinu á keppnistímabilinu eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í sumar vegna brjóskeyðingar. Eftir aðgerð tók við endurhæfing sem hefur tekið sinn tíma.


„Í raun er allt samkvæmt áætlun. Stefnan er sett á að verða klár þegar byrjað verður aftur í febrúar,“ sagði Oddur við handbolta.is í morgun. Í haust var veik von um að kannsku yrði hann kominn á ferðina þegar liðið er á desember.

„Auðvitað vonaðist maður eftir að geta spilað fyrir áramót en það var full mikil bjartsýni,“ sagði Oddur Grétarsson sem er samningsbundinn Balingen út yfirstandandi keppnistímabil.


Oddur var með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs og tók einnig þátt í leikjum landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins í vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -