Fer Egilsnes til Þýskalands?

Áki Egilsnes, leikmaður KA, gæti verið á leið til Þýskalands. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Færeyski handknattleiksmaðurinn Áki Egilsnes, sem nú leikur með KA, er undir smásjá þýska 2. deildarliðsins EHV Aue samkvæmt heimildum handbolta.is. Þreifingar hafa átt sér stað að undanförnu en samningur hefur ekki verið undirritaður eftir því sem handbolti.is kemst næst.

Nokkuð er síðan að greint var frá því að Egilsnes ætli að róa á önnur mið að keppnistímabilinu loknu eftir fjögur góð ár í herbúðum KA.
Akureyrarliðið klófesti m.a. Einar Rafn Eiðsson til þess að fylla skarð Færeyingsins sem hefur gert það gott hér á landi.


Ef Egilsnes gengur til liðs við EHV Aue mun hann veita Arnari Birki Hálfdánssyni samkeppni í stöðu hægri skyttu hjá Aue-liðinu. Um leið verður Egilsnes fyrsti færeyski handknattleiksmaðurinn til að leika með liðinu sem er um þessar mundir er í 7. sæti þýsku 2. deildarinnar.


Auk Arnars Birkis er annar Íslendingur hjá Aue-liðinu, Sveinbjörn Pétursson markvörður.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -