- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH áfram eftir spennuleik

Gytis Smantuaskas, FH, skoraði sigurmarkið í Krikanum í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í handknattleik með eins marks sigri á grönnum sínum í Haukum, 27:26, í gríðarlegum baráttuleik í Kaplakrika í 16-liða úrsltum eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 15:14.

Ísak Rafnsson og Egill Magnússon taka á móti Geir Guðmundssyni í leiknum í Krikanum í kvöld. Phil Döhler markvörður FH er við öllu búinn enda Geir slyng skytta. Mynd/J.L.Long

FH mætir annað hvort Íslandsmeisturum Vals eða Víkingi í átta liða úrslitum á mánudaginn en Reykjavíkurliðin mætast í uppgjöri í Víkinni annað kvöld.

Egill Magnússon, FH-ingur, hefur komið skoti fyrir Darra Aronsson og Heimi Óla Heimisson. Aron Rafn Eðvarðsson, marvörður Hauka, er með augun á boltanum. Mynd/J.L.Long


Gytis Smantauskas skoraði sigurmarkið í Krikanum í kvöld rétt innan við mínútu fyrir leikslok en nokkru áður hafði Darri Aronsson jafnað metin fyrir Hauka sem voru lengst af marki undir allan síðari hálfleikinn. Darri reyndi að jafna metin á ný í 27:27, þegar 20 sekúndur voru til leiksloka en frábær markvörður FH, Phil Döhler, sá við Darra. FH-ingum tókst að halda boltanum síðustu sekúndurnar þrátt fyrir harða atlögu Hauka.

Gytis Smantauskas, Jakob Martin Ásgeirsson, Ísak Rafnsson og Ágúst Birgisson fagna sigri í leikslok. Mynd/J.L.Long


Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8, Egill Magnússon 7, Ágúst Birgisson 4, Gytis Smantauskas 4, Birgir Már Birgisson 2, Jóhann Birgir Ingvarsson 2.

Mörk Hauka: Darri Aronsson 8, Stefán Rafn Sigurmannsson 6, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Þráinn Orri Jónsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Heimir Óli Heimsson 1, Jón Karl Einarsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -