- Auglýsing -

FH og Haukar eru jöfn að stigum – úrslit og markaskor

Ólafur Brim Stefánsson, leikmaður Gróttu í atlögu að vörn FH í leik liðanna í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

FH og Haukar verma tvö efstu sætin í Olísdeild karla í handknattleik næstu sex vikur eða þar um bil eftir að 13. umferð og sú síðasta á árinu fór fram í kvöld. FH lagði Gróttu á lokasprettinum í Hertzhöllinni, 25:21, á sama tíma og Haukar náðu að merja sigur á Aftureldingu, 30:29, á Ásvöllum.

Ásbjörn Friðriksson, FH, varð aðsópsmikill að vanda. Hér kemur hann skoti á mark án þess að Ólafu Brim Stefánsson komi vörnum við. Mynd/J.Long

Afturelding átti lokasókn leiksins en tókst ekki að færa sér hana í nyt.
Stjörnumenn kjöldrógu leikmenn ÍBV í Vestmannaeyjum með 11 marka mun, 31:20. Brynjar Darri Baldursson átti stórleik í marki Stjörnunnar.

Stjarnan komst þar með stigi upp fyrir ÍBV í þriðja sæti. Valur fluttist upp í fjórða sæti eftir sigur á harðsnúnum leikmönnum HK í Kórnum, 31:29. HK-ingar stóðu lengi vel upp í hárinu á Íslandsmeisturunum.


KA krækti í þriðja sigurinn í röð á lánlausum Víkingum í Víkinni, 31:22. Heimamenn skoruðu aðeins sex mörk í fyrri hálfleik. Þeir virtust heillum horfnir á þeim tíma. Munurinn var alltof mikill til þess að þeir ættu einhverja möguleika þótt þeir tækju sig verulega saman í andlitinu í síðari hálfleik.


Í gær vann Selfoss liðsmenn Fram, 28:27.


Hér fyrir neðan eru úrslit leikja kvöldsins í 13. umferð og neðst er að finna stöðuna í Olísdeild karla.

Grótta – FH 21:25 (14:12).
Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 5, Igor Mrsulja 3, Andri Þór Helgason 3/2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Ólafur Brim Stefánsson 2, Gunnar Dan Hlynsson 1, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 1, Ívar Logi Styrmisson 1, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 16, 39%.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8/1, Leonharð Þorgeir Harðarson 6, Egill Magnússon 3, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Birgir Már Birgisson 2, Einar Örn Sindrason 1, Ágúst Birgisson 1, Jón Bjarni Ólafsson 1.
Varin skot: Phil Döhler 14, 41,2% – Svavar Ingi Sigmundsson 1/1, 100%.

Leonharð Þorgeir Harðarson að skora eitt sex marka sinna fyrir FH í kvöld. Mynd/J.Long


Haukar – Afturelding 30:29 (13:12).
Mörk Hauka: Adam Haukur Baumruk 7, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 7/3, Heimir Óli Heimisson 5, Þráinn Orri Jónsson 3, Geir Guðmundsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Atli Már Báruson 2, Darri Aronsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 9, 26,5% – Stefán Huldar Stefánsson 1, 25%.
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 7, Þorsteinn Leó Gunnarsson 6, Birkir Benediktsson 5, Guðmundur Bragi Ástþórsson 5/2, Bergvin Þór Gíslason 2, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Blær Hinriksson 1, Gunnar Kristinn Þórsson Malmquist 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 12, 31,6% – Björgvin Franz Björgvinsson 0.


HK – Valur 29:31 (13:15).
Mörk HK: Einar Bragi Aðalsteinsson 12/2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 5, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Elías Björgvin Sigurðsson 2, Kristján Pétur Barðason 2, Arnór Róbertsson 1, Pálmi Fannar Sigurðsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsso 7, 28% – Ingvar Ingvarsson 3, 18,8%.
Mörk Vals: Tumi Steinn Rúnarsson 5, Finnur Ingi Stefánsson 5/3, Vignir Stefánsson 3, Magnús Óli Magnússon 3, Arnór Snær Óskarsson 3, Tjörvi Týr Gíslason 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Agnar Smári Jónsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Einar Þorsteinn Ólafsson 2.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 18, 38,3%.

Jakob Martin Ásgeirsson, FH-ingur á auðum sjó gegn Einari Baldvin Baldvinssyni, markverði Gróttu. Mynd/J.L.Long


ÍBV – Stjarnan 20:31 (11:12).
Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 5, Kári Kristján Kristjánsson 3, Gauti Gunnarsson 3, Rúnar Kárason 2, Elmar Erlingsson 2, Róbert Sigurðarson 2, Arnór Viðarsson 1, Gabríel Martinez Róbertsson 1, Sveinn Jose Rivera 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 11, 29,7% – Einar Þór Jónsson 0.
Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pétursson 9/4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 7, Hafþór Már Vignisson 4, Gunnar Steinn Jónsson 4, Hjálmtýr Alfreðsson 4, Sverrir Eyjólfsson 2, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.
Varin skot: Brynjar Darri Baldursson 22/2, 52%.


Víkingur – KA 22:31 (6:18).
Mörk Víkings: Benedikt Elvar Skarphéðinsson 4, Styrmir Sigurðsson 4, Jóhannes Berg Andrason 4, Arnar Huginn Ingason 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Guðjón Ágústsson 1, Arnar Steinn Arnarsson 1, Andri Dagur Ófeigsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1.
Mörk KA: Allan Norðberg 10, Einar Rafn Eiðsson 6, Ólafur Gústafsson 4, Arnar Freyr Ársælsson 4, Jóhann Geir Sævarsson 2, Bruno Bernat 1, Patrekur Stefánsson 1, Arnór Ísak Haddsson 1, Pætur Mikkjalsson 1, Einar Birgir Stefánsson 1.


Stöðuna í Olísdeild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -