- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm lið Íslendinga verða í skálunum

Mynd/EHF
- Auglýsing -

Dregið verður í fyrramálið í aðra og síðari umferð Evrópudeildar karla í handknattleik. Alls verða nöfn 24 liða í skálunum tveimur sem dregið verður úr í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í Vínarborg. Fimm liðanna tengjast íslenskum handknatleiksmönnum eða þjálfurum.


Fyrri leikir síðari umferðar fara fram þriðjudaginn 27. september. Síðari umferðin verður þriðjudagin 4. október. Tólf lið komast áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem Íslandsmeistarar Vals er þegar fyrir í fleti ásamt 11 öðrum liðum.


EHF hefur gefið út styrkleikaflokkana tvo fyrir dráttinn í fyrramálið:


1.flokkur: Flensburg (Þýskalandi), Bidasoa Irun (Spáni), Göppingen (Þýskalandi), Sporting (Portúgal), Montpellier (Frakklandi), KS Azoty-Pulawy (Póllandi), Skanderborg-Aarhus (Danmörku), BM Benidorm (Spáni), HC Butel Skopje (Norður Makedóníu), Fejer B.A.L-Veszprém (Ungverjalandi) CSA Steaua Búkarest (Rúmeníu), Belenenses (Portúgal).


2. flokkur: Aguas Santas Milaneza (Portúgal), MMTS Kwidzyn S.A. (Póllandi), Bjerringbro/Silkeborg (Danmörku), IK Sävehof (Svíþjóð), Alpla HC Hard (Póllandi), Ferencváros (Ungverjalandi), Chambéry Savoie (Frakklandi), IFK Kristianstad (Svíþjóð), Kolstad Handball (Noregi), GC Amicitia Zürich (Sviss), TBV Lemgo Lippe (Þýskalandi), RK Nexe (Króatíu).


Íslenskir handknattleiksmenn með ofangreindum liðum:
Flensburg: Teitur Örn Einarsson.
IK Sävehof: Tryggvi Þórisson.
Alpla HC Hard: Hannes Jón Jónsson.
Kolstad Handball: Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson.
GC Amicitia Zürich: Ólafur Andrés Guðmundsson.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -