- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm marka munur á Nesinu

Leikmenn Gróttu sækja ungmennalið Fram heim í dag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Fram vann Gróttu í fyrstu umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 30:25, eftir að hafa verið með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 19:15.

Fram-liðið vann deildina í fyrra en gat ekki farið upp á milli deilda vegna reglna sem gilda þar um.

Gróttuliðið átti undir högg að sækja frá upphafi til enda leiksins í dag.

Mörk Gróttu: Tinna Valgerður Gísladóttir 10, Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Anna Lára Davíðsdóttir 2, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Valgerður Helga Ísaksdóttir 1.

Mörk Fram U: Lena Margrét Valdimarsdóttir 9, Harpa María Friðgeirsdóttir 7, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 7, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 2, Margrét Castillo 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -