- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögur lið reyna með sér á Ragnarsmótinu

Frá leik á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik á Selfossi á síðasta ári. Mynd /UMFS/ÞRÁ
- Auglýsing -

Ragnarsmótinu í handknattleik karla á Selfossi lauk á laugardaginn og í kvöld hefst keppni í kvennaflokki á mótinu. Fjögur lið taka þátt að þessu sinni, Olísdeildarliðin Afturelding og HK og Grótta og Selfoss sem eiga sæti í Grill66-deildinni á næsta keppnistímabili.


Tveir leikir verða á dagskrá í kvöld. Önnur umferð fer fram á miðvikudaginn og lokaumferðin verður leikin á föstudagskvöld. Í mótslok verða valdir bestu menn mótsins.
Allir leikir mótsins verða sýndir á Selfosstv.

Ragnarsmótið fer nú fram í 33. sinn. Það er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson, einn af efnilegri handboltamönnum Selfoss. Hann lést ungur að árum í bílslysi árið 1988, aðeins 18 ára gamall. Hér má lesa meira um Ragnarsmótið.


Leikjadagskrá Ragnarsmóts kvenna:
23.ágúst:
18.30 Selfoss – Afturelding.
20.15 HK – Grótta.
25.ágúst:
18.30 Selfoss – HK.
20.15 Grótta – Afturelding.
27.ágúst:
18.30 Selfoss – Grótta.
20.15 Afturelding – HK.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -