- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnir neitaði Berserkjum um fyrsta sigurinn

Byrnjar Óli Kristjánsson var markahæstur hjá Fjölni í sigrinum á Berserkjum. Mynd/Fjölnir - Þorgils G.
- Auglýsing -

Fjölnismenn mættu til leiks í kvöld á nýjan leik eftir fjarveru sökum kórónuveirunnar sem stakk sér niður í herbúðir liðsins í síðasta mánuði og varð þess m.a. valdandi að viðureign liðsins við Berserki var frestað á sínum tíma.

Í kvöld höfðu menn jafnað sig og mættu Berserkir til leiks í Dalhús ekkert síður en leikmenn Fjölnis. Ekki höfðu Berserkir erindi sem erfiði í leit sinni að fyrsta sigrinum í Grill66-deildinni.


Fjölnismenn voru sterkari á endasprettinum og unnu með þriggja marka mun þegar upp var staðið, 36:33. Berserkir voru hinsvegar þremur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.

Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 16:16.


Fjölnir hefur þar með fjögur stig eftir þrjá fyrstu leiki sína. Berserkir eru án stiga að loknum fjórum leikjum eins og ungmennalið Vals.


Mörk Fjölnis: Brynjar Óli Kristjánsson 7, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 6, Björgvin Páll Rúnarsson 5, Goði Ingvar Sveinsson 4, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Elvar Otri Hjálmarsson 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Aron Breki Oddnýjarson 3, Ísak Örn Guðbjörnsson 1, Jón Bald Freysson 1.
Mörk Berserkja: Logi Gliese Ágústsson 8, Bjartur Heiðarsson 6, Þorri Starrason 5, Marinó Gauti Gunnlaugsson 4, Hinrik Árni Wöhler 3, Hlynur Óttarsson 3, Ragnar Þór Kjartansson 2, Einar Gauti Ólafsson 1, Þórhallur Axel Þrastarson 1.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -