- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórða tapið í röð

Elvar Örn Jónsson í leik með Skjern. Mynd/Skjern
- Auglýsing -

Hvorki gengur né rekur hjá danska úrvalsdeildarliðinu Skjern um þessar mundir en Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik leikur með liðinu. Í kvöld tapaði liðið fjórða leik sínum í röð þegar það sótti Bjerringbro/Silkeborg heim, 32:26.

Elvar Örn skoraði þrjú mörk í þremur skotum og var auk þess vísað af leikvelli einu sinni.

Bjerringbro/Silkeborg var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Leikmenn Skjern voru skrefi á eftir allan leikinn og m.a. fjórum mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 15:11.

Skjern situr í áttunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir 13 leiki. Bjerringbro/Silkeborg komst á hinn bóginn upp í þriðja sæti, hefur 18 stig að loknum 13 viðureignum, er fjórum stigum á eftir GOG sem er í öðru sæti eftir 12 leiki. Aalborg er í efsta sæti með 23 stig eftir 13 leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -