Fjórði í röð hjá ÍR

Meistaraflokkslið ÍR í Grill66-deild kvenna leiktíðina 2020/2021. Mynd/Facebooksíða ÍR.

ÍR-ingar halda sigurgöngu sinni áfram í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Í dag vann ÍR sameinað lið Fjölnis-Fylkis, 26:21, í Fylkishöllinni í níundu umferð deildarinnar.


Þetta var fjórði sigur ÍR-liðsins í röð í deildinni og sá fimmti á leiktímabilinu. Liðið er þar með í efri hluta deildarinnar.


Lið ÍR var sterkara í leiknum í Fylkishöllinni í dag og hafði m.a. fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:12.


Mörk Fjölnis-Fylkis: Katrín Erla Kjartansdóttir 6, Anna Karen Jónsdóttir 5, María Ósk Jónsdóttir 4, Óks Hind Ómarsdóttir 2, Kristín Lísa Friðriksdóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1, Asa Kozicka 1, Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen 1.
Mörk ÍR: Stefanía Ósk Hafberg 8, Hildur María Leifsdóttir 6, Ólöf Marín Hlynsdóttir 4, Adda Sólbjört Högnadóttir 3, Auður Valdimarsdóttir 2, Margrét Katrín Jónsdóttir 2, Sylvía Jónsdóttir 1.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -