- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórtán Íslendingar í sterkustu deild Evrópu

Ómar Ingi Magnússon varð markakóngur og besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar 2021. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Flautað verður til leiks í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld sem er að margra mati sterkasta deildarkeppni Evrópu í karlaflokki. Fimm leikir verða á dagskrá í dag en fyrstu umferð lýkur á morgun með fjórum viðureignum.

Átján lið eru í deildinni, tveimur færri en á síðasta keppnistímabili. Vegna þess að ekkert lið féll úr deildinni vorið 2020 eftir að keppni var hætt voru liðin tveimur fleiri á síðasta tímabili.


Íslenskir handknattleiksmenn og síðar þjálfarar hafa sett svip á þýsku 1. deildina í handknattleik í nærri fimm áratugi. Engin breyting verður væntanlega þar á keppnistímabilinu ef að líkum lætur.

Þrettán leikmenn og einn íslenskur þjálfari eru samningsbundnir félögum í deildinni. Hefur Íslendingum fjölgað um tvo frá síðasta tímabili. Þrír bættust í hópinn, Andri Már Rúnarsson, Daníel Þór Ingason og Elvar Örn Jónsson en Gunnar Steinn Jónsson flutti heim til Íslands eftir að hafa leikið með Göppingen frá því í febrúar.


Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg, varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar á síðasta tímabilið og var það annað leikárið í röð sem Íslendingur trónir á toppi markaskoraralistans þegar upp er staðið. Bjarki Már Elísson skoraði flest mörk allra keppninstímabilið 2019/2020.
Auk Ómars þá voru Bjarki Már og Viggó Kristjánsson meðal fimm markahæstu leikmanna deildinnar.


Leikir dagsins:
Hamburg – Göppingen.
Kiel – Balingen.
Lemgo -Melsungen.
Minden – Flensburg.
Erlangen – Leipzig.

Á morgun:
Füchse Berlin – Wetzlar.
Hannover-Burgdorf – Rhein-Neckar Löwen.
Lübbecke – Bergischer.
SC Magdeburg – Stuttgart.

Íslendingar hjá liðum í þýsku 1. deildinni:
Lemgo: Bjarki Már Elísson.
RN Löwen: Ýmir Örn Gíslason.
Magdeburg: Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Melsungen: Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari, Alexander Petersson, Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson.
Bergischer HC: Arnór Þór Gunnarsson.
Stuttgart: Andri Már Rúnarsson, Viggó Kristjánsson.
Balingen: Daníel Þór Ingason, Oddur Gretarsson.
Göppingen: Janus Daði Smárason.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -