- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fleiri leikmenn í hverju liði á HM

Fagnað á EM í Svíþjóð á EM 2020. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Á heimsmeistaramóti karla í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi í byrjun næsta árs mega 20 leikmenn vera í hópi hvers landsliðs í stað 16. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur rýmkað reglur í ljósi kórónuveirufaraldursins og til að létta aðeins álagi á leikmönnum, sem hefur verið á tíðum óhóflegt. Þetta hafa þýskir fjölmiðlar eftir Peter Strub, sem er yfir mótamálum IHF.


Á síðustu mótum hafa mörkin verið dregin við sextán leikmenn og hafi landsliðsþjálfarar viljað hafa fleiri leikmenn meðferðis hefur kostnaður við þá fallið á viðkomandi landslið eða sérsamband. Nú verður heimilt að hafa 20 leikmenn í hverjum hóp, án viðbótargjalds. Þess utan þá þurfa landsliðsþjálfarar ekki að tilkynna fyrr en að morgni leikdags hvaða 16 leikmenn þeir hyggjast tefla fram í næsta leik. Heimilaðar verða fimm skiptingar á mótinu inn og út úr 16 manna hópnum.


Einnig verður fjölgað í þeim grunnhópi leikmanna sem landsliðsþjálfarar þurfa að tilkynna mánuði fyrir heimsmeistaramót og þeir geta valið úr til þátttöku. Til þessa hafa 28 leikmenn verið í þeim hópi en verður fjölgað um sjö, upp í 35. Úr þeim hóp verða valdir 20 þátttakendur til keppni á HM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -