Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari og leikmenn hans geta glaðst yfir málalyktum. Mynd/EPA

Á heimsmeistaramóti karla í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi í byrjun næsta árs mega 20 leikmenn vera í hópi hvers landsliðs í stað 16. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur rýmkað reglur í ljósi kórónuveirufaraldursins og til að létta aðeins álagi á leikmönnum, sem hefur verið á tíðum óhóflegt. Þetta hafa þýskir fjölmiðlar eftir Peter Strub, sem er yfir mótamálum IHF.


Á síðustu mótum hafa mörkin verið dregin við sextán leikmenn og hafi landsliðsþjálfarar viljað hafa fleiri leikmenn meðferðis hefur kostnaður við þá fallið á viðkomandi landslið eða sérsamband. Nú verður heimilt að hafa 20 leikmenn í hverjum hóp, án viðbótargjalds. Þess utan þá þurfa landsliðsþjálfarar ekki að tilkynna fyrr en að morgni leikdags hvaða 16 leikmenn þeir hyggjast tefla fram í næsta leik. Heimilaðar verða fimm skiptingar á mótinu inn og út úr 16 manna hópnum.


Einnig verður fjölgað í þeim grunnhópi leikmanna sem landsliðsþjálfarar þurfa að tilkynna mánuði fyrir heimsmeistaramót og þeir geta valið úr til þátttöku. Til þessa hafa 28 leikmenn verið í þeim hópi en verður fjölgað um sjö, upp í 35. Úr þeim hóp verða valdir 20 þátttakendur til keppni á HM.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Hefur átt erfitt uppdráttar eftir veiruna

„Síðustu tveir mánuðir hafa verið mjög erfiðir,“ segir rúmenska stórstjarnan Cristina Neagu sem hefur verið ein ein allra fremsta handknattleikskona heims síðasta...

EM2020: Áhugaverð samvinna þjálfara erkifjenda

Tveir dagar eru þar til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks...

Molakaffi: Er úr leik, fleiri Hollendingar, bíður heima, Zachrisson aftur í boltann

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen, getur ekki spilað út Domagoj Pavlovic í næstu leikjum, að minnsta kosti fram að áramótum. Króatinn meiddist...
- Auglýsing -